Þjóðhátíðardagur Noregs

Norðmenn kunna svo sannarlega að halda upp á þjóðhátíðardaginn og ekkert er til sparað. Hátíðarhöldin hefjast eldsnemma, oft með veglegum morgunverði með miklum kræsingum, og standa svo langt fram eftir kvöldi. Gratulerer med dagen!   Ljósmynd: MERETHE FOAP/VISITNORWAY.COM

Grundlovsdag í Danmörku

Í dag er þjóðhátíðardagur Dana, Grundlovsdag, kenndur er við fyrstu dönsku stjórnarskrána sem var samþykkt árið 1849. Danir fagna lýðræðinu á ýmsan hátt, gjarnan með kröfugöngum, hópsamkomum og auðvitað hópsöng.

Þjóðhátíðardagur Svíþjóðar

Í dag er þjóðhátíðardagur Svíþjóðar eða dagur sænska fánans, svenska flaggens dag, eins og dagurinn var kallaður hér áður fyrr. Það var á þessum degi árið 1523 sem Gustav Vasa var kjörinn konungur landsins og Svíþjóð sleit sig frá Noregi og Danmörku og lýsti yfir sjálfstæði. Þjóðhátíðardeginum er fagnað með fjöldasamkomum víðs vegar um landið… Continue reading Þjóðhátíðardagur Svíþjóðar

Þjóðhátíðardagur Álandseyja

Í dag er þjóðhátíðardagur Álandseyja. Eyjaklasinn, sem telur 6.757 eyjar milli Svíðþjóðar og Finnlands, er hluti af lýðveldinu Finnlandi. Íbúar eru um 30.000 og sænska er opinbert tungumál. Álandseyjar hafa eigið þing og urðu sjálfstjórnarsvæði þennan dag árið 1922.   Mynd: Eivind Sætre/norden.org  

Valdimarsdagur í Danmörku

Samkvæmt goðsögninni féll fáni Danmerkur, Dannebrog, af himnum ofan þennan dag árið 1219. Fáninn féll þar sem Valdimar Danakonungur hrósaði sigri eftir orustuna við Lyndanisse í Eistlandi.   Af Christian August Lorentzen Statens Museum for Kunst

17. júní – Þjóðhátíðardagur Íslands

Í dag er þjóðhátíðardagur Íslendinga og fæðingardagur Jóns Sigurðssonar forseta, en dagurinn var valinn til að heiðra framlag hans við baráttu Íslendinga fyrir sjálfstæði frá Danmörku. Lýðveldið Ísland var stofnað á Þingvöllum þennan dag árið 1944.

Ullortuneq í Grænlandi

Í dag er þjóðhátíðardagur Grænlands, Ullortuneq (lengsti dagur ársins). Í höfuðstaðnum Nuuk er grænlenski þjóðfáninn dreginn að húni og bæjarbúar ganga saman í átt að höfninni. Um landið allt er dagsbirtunni fagnað eftir langan vetur, með samveru, ræðuhöldum, tónlist, söng og dansi.   Ljósmynd: Aningaaq R Carlsen - Visit Greenland

Sankt Hans í Danmörku

Áður fyrr voru kynt bál á Sankt Hans kvöldi til að verjast illum öndum, sem talið var að léku lausum hala á Jónsmessunótt. Í dag snýst Sankt Hans aðallega um samveru, og þá sameinast fólk í kringum stórar brennur og lítil bál um landið allt, syngur, grillar og skemmtir sér fram á bjarta sumarnótt. Börn… Continue reading Sankt Hans í Danmörku

Fia – The Trilogy Tour

Harpa Austurbakki 2, Reykjavík, Iceland

Fia er andlega þenkjandi söngvaskáld frá Svíþjóð sem með hrífandi og áhrifamiklum textum sínum og grípandi laglínum heillar alla sem á hana hlusta. Fia hefur einstakt lag á að flétta saman tónlist sem gerir hlustandanum kleift að kafa dýpra inn á við og finna sinn innri kraft. Fia og hennar tónlist eru orðin að hreyfingu… Continue reading Fia – The Trilogy Tour

Finnski bókmenntadagurinn

Finnski bókmenntadagurinn er haldin árlega á afmælisdegi finnska leikskáldsins og rithöfundarins Aleksis Kivi (1834 - 1872). Kivi er þekktastur fyrir skáldverk sitt Sjö bræður, sem kom út árið 1870. Bókin er talin fyrsta markverða skáldverkið sem kom út á finnsku en ekki sænsku, og markaði nýtt upphaf í finnskri bókmenntasögu.   Aleksis Kivi   Ljósmynd:… Continue reading Finnski bókmenntadagurinn

Þjóðhátíðardagur Finnlands

Í dag er finnski þjóðhátíðardagurinn, Itsenäisyyspäivä, en lýðveldið Finnland var stofnað þennan dag árið 1917. Hátíðarhöld eru yfirleitt hógvær, fallinna hermanna er minnst og kveikt á kertum, gjarnan í litum þjóðfánans.

Dagur finnskrar tónlistar

Dagur finnskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í Finnlandi á afmælisdegi tónskáldsins Jean Sibelius (1865 - 1957). Í Sibelius-garðinum í Helsinki er stærðarinnar minnisvarði um Sibelius eftir listakonuna Eila Hiltunen, sem vert er að skoða. Jean Sibelius  

Alfred Nobel dagurinn

Nóbelsverðlaunin eru veitt í dag á dánardegi Alfred Nobel (1833 – 1896). Nobel var sænskur iðnjöfur, efnaverkfræðingur og uppfinningamaður, sem fann meðal annars upp dínamítið, þrátt fyrir að vera mikill friðarsinni. Stofnun Nóbelssjóðsins má meðal annars rekja til þess þegar Ludvig Nobel, bróðir Alfreds, lést árið 1888, en þá birtu blöðin fyrir mistök dánartilkynningu um… Continue reading Alfred Nobel dagurinn

Lúsíumessa

Lúsíumessa er ljósahátíð sem markar upphaf jólahalds í Svíþjóð. Á þessum degi gera Svíar sér glaðan dag með söng og hátíðleika í skammdeginu. Einnig er hefð fyrir bakstri á lussekatter, sem eru saffron bollur skreyttar með rúsínum. Hægt er að nálgast uppskriftina hér.