Fia – The Trilogy Tour

Harpa Austurbakki 2, Reykjavík, Iceland

Fia er andlega þenkjandi söngvaskáld frá Svíþjóð sem með hrífandi og áhrifamiklum textum sínum og grípandi laglínum heillar alla sem á hana hlusta. Fia hefur einstakt lag á að flétta saman tónlist sem gerir hlustandanum kleift að kafa dýpra inn á við og finna sinn innri kraft. Fia og hennar tónlist eru orðin að hreyfingu… Continue reading Fia – The Trilogy Tour

Finnski bókmenntadagurinn

Finnski bókmenntadagurinn er haldin árlega á afmælisdegi finnska leikskáldsins og rithöfundarins Aleksis Kivi (1834 - 1872). Kivi er þekktastur fyrir skáldverk sitt Sjö bræður, sem kom út árið 1870. Bókin er talin fyrsta markverða skáldverkið sem kom út á finnsku en ekki sænsku, og markaði nýtt upphaf í finnskri bókmenntasögu.   Aleksis Kivi   Ljósmynd:… Continue reading Finnski bókmenntadagurinn

Þjóðhátíðardagur Finnlands

Í dag er finnski þjóðhátíðardagurinn, Itsenäisyyspäivä, en lýðveldið Finnland var stofnað þennan dag árið 1917. Hátíðarhöld eru yfirleitt hógvær, fallinna hermanna er minnst og kveikt á kertum, gjarnan í litum þjóðfánans.

Dagur finnskrar tónlistar

Dagur finnskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í Finnlandi á afmælisdegi tónskáldsins Jean Sibelius (1865 - 1957). Í Sibelius-garðinum í Helsinki er stærðarinnar minnisvarði um Sibelius eftir listakonuna Eila Hiltunen, sem vert er að skoða. Jean Sibelius  

Alfred Nobel dagurinn

Nóbelsverðlaunin eru veitt í dag á dánardegi Alfred Nobel (1833 – 1896). Nobel var sænskur iðnjöfur, efnaverkfræðingur og uppfinningamaður, sem fann meðal annars upp dínamítið, þrátt fyrir að vera mikill friðarsinni. Stofnun Nóbelssjóðsins má meðal annars rekja til þess þegar Ludvig Nobel, bróðir Alfreds, lést árið 1888, en þá birtu blöðin fyrir mistök dánartilkynningu um… Continue reading Alfred Nobel dagurinn

Lúsíumessa

Lúsíumessa er ljósahátíð sem markar upphaf jólahalds í Svíþjóð. Á þessum degi gera Svíar sér glaðan dag með söng og hátíðleika í skammdeginu. Einnig er hefð fyrir bakstri á lussekatter, sem eru saffron bollur skreyttar með rúsínum. Hægt er að nálgast uppskriftina hér.