Þann 29. september 2022 verða liðin 100 ár frá stofnun Norræna félagsins á Íslandi. Af því tilefni höfum við sett upp síðu sem fer yfir afmælisárið og heldur utan um alla þá norrænu viðburði sem verða á dagskrá á afmælisárinu. Einnig höfum við hafið söfnun á örsögum, sem eiga rætur sínar að rekja til norrænna samskipta.

Afmælishátíð á Hótel Borg

Fagnaðu með okkur!

Norræna félagið á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu fimmtudaginn 29. september nk. Í tilefni þessara tímamóta verður efnt til norrænnar afmælisveislu á Hótel Borg, kl. 18:30. Matur, skemmtiatriði, glaumur & gleði! Skráning á norden@norden.is. Verð 9.900 kr. Sjá nánar.

Norrænt samstarf í 100 ár

Norrænu félögin eiga rót sína að rekja til hugsjóna og stefnu sem uppi var á Norðurlöndunum í lok 19. aldar. Skandinavisminn var stjórnmálahreyfing sem boðaði sameiningu eða stóraukið samstarf landanna byggt á sameiginlegri menningu þeirra og sögu. Í byrjun 20. aldar var stjórnmálaástandið í Evrópu mjög ótryggt sem varð m.a. til þess að konungar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar ákváðu að efna til formlegs samstarfs milli ríkjanna.

Lesa meira

Norrænir viðburðir

Ef þú ert með norrænan viðburð á árinu getur þú skráð hann á viðburðadagatalið okkar ásamt upplýsingum um viðburðinn.

Örsögur

Við viljum gjarnan fá að birta skemmtilegar örsögur sem tengjast Norðurlöndunum eða norrænu samstarfi.

Norrænir viðburðir og merkisdagar

Í tilefni aldarafmælis Norræna félagsins á Íslandi mun félagið beita sér fyrir því að allt árið 2022 verði helgað norrænu samstarfi, norrænni vitund, menningu og samkennd.

100 ára afmæli Norræna félagsins
29. september, 2022

Það eru allir velkomnir

Markmið Norræna félagsins er að efla norrænt samstarf á öllum sviðum samfélagsins og styrkja vináttutengsl Íslendinga við aðrar norðurlandaþjóðir. Félagið starfar í deildum víða um landið og stendur fyrir ýmsum menningarviðburðum, tungumálanámskeiðum, vinabæjamótum, útgáfu, og mörgu fleiru.

 • Lax matreiddur í Finnlandi.
 • Hjólað í Stokkhólmi
 • Á hundasleða í Finnlandi.
 • Kaupmannahöfn
 • Bókasafnið í Stokkhólmi
 • Málverk til sölu í Kristinestad.
 • Svarti demanturinn í Kaupmannahöfn.
 • Leikhús í Osló.
 • Hreindýr í Lapplandi, Svíþjóð.
 • Danmörk
 • Hús á Álandseyjum.
 • Tempelpladsens kirkjan í Finnlandi.
 • Kaupmannahöfn.