Örsögur

Norræna félagið 100 ára


Átt þú norræna örsögu?

Smelltu hér til að deila sögu

Í tilefni af 100 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi höfum við hafið söfnun á skemmtilegum örsögum sem tengjast Norðurlöndunum og norrænum samskiptum. Hér fyrir neðan eru nokkrar af þeim sögum sem okkur hefur borist.

Smellið á titil sögu til að lesa hana í heild sinni.

  • Greiðviknir Hörpumenn
    Það mun hafa verið árið 1972. Íslendingafélagið í Þrándheimi, sem taldi u.þ.b. 70 félagsmenn, hafði fengið úthlutað ófullgerðum kjallara á stúdentagarðinum Moholt. Kjallari þessi var hálffullur af mold og þurftu félagsmenn að bera og keyra út mikla mold, steypa gólf og leggja rafmagn…
  • Norræna samstarfið og dauðinn
    Um miðja Jónsmessunótt, í yfirgefnu húsi, hittast tveir menn fyrir tilviljun. Allt um kring er fólk dauðadrukkið. Sumt svo drukkið að það deyr þegar það drukknar í vötnunum í kring. Báðir mennirnir stefna að því sama – að deyja…
  • Í útlöndum
    Ég er að drukkna. Kuldinn er svo mikill að lungun herpast saman. Þegar loftið pressast úr þeim þá er erfitt að halda sér á floti. Ég get ekki séð að ég nái landi. Ég streytist við að gera bringusundstökin sem ég lærði í grunnskóla fyrir einhverjum áratugum síðan en líkaminn er eins og steinn og vill bara sökkva…
  • Í eitruðu fjöri
    Hús að láni á Sjálandi í 10 daga og eftir að hafa kannað nærumhverfið, banka og matvöruverslanir er kominn tími á að kanna gönguleiðir nær og fjær heimilinu, hvað stendur til boða þennan stutta tíma…
  • Kort historia om Island
    Jag och min partner åkte till Island mitt under pandemin, 2020. Ett beslut som enligt många, inklusive oss själva såklart var tveksamt. Skall man utsätta en annan nation för potentiell smitta? Nåväl. Vi åkte iallafall…

Sendu okkur tölvupóst á netfangið orsogur@norden.is eða fylltu út í formið hér fyrir neðan til að deila þinni sögu.

Senda örsögu

Hægt er að senda myndefni með sögu á orsogur@norden.is

Ljósmynd: Karin Beate Nøsterud/norden.org