Tónleikar með norrænu ívafi

Tehúsið Hostel Kaupvangur 17, Egilsstaðir

Í tilefni af Degi Norðurlanda blæs Norræna félagið á Austurlandi til tónleika með norrænu ívafi í Tehúsinu á Egilsstöðum frá kl. 18:30. Fram koma: Björt Sigfinnsdóttir, Guðrún Adela og Öystein Gjerde. Fyrr um daginn fer fram málþing í Sláturhúsinu Menningarmiðstöð þar sem fjallað verður um stöðu Norðurlandamála undir yfirskriftinni Til hvers Norðurlandamál? Sjá nánar hér:… Continue reading Tónleikar með norrænu ívafi

Aðalfundur Ung norræn 2023

Petersen svítan Ingólfsstræti 2a, Reykjavík, Iceland

Stjórn Ung norræn boðar til aðalfundar félagsins á degi Norðurlandanna þann 23. mars kl. 20. Fer aðalfundurinn fram á Petersen svítunni og í kjölfarið tekur við gleðskapur af tilefni dagsins. Dagskrá: 1. Setning aðalfundar. 2. Kjör fundarstjóra og fundarritara. 3. Skýrsla stjórnar. 5. Framkvæmdaáætlun lögð til umræðu. 6. Lagabreytingar. 7. Kjör forseta, varaforseta og 5… Continue reading Aðalfundur Ung norræn 2023

Våffeldagen í Svíþjóð

Það er vissulega öllum frjálst að borða vöfflur með rjóma allan ársins hring, en í dag hylla Svíar þetta vinsæla sætabrauð sérstaklega og halda Vöffludaginn hátíðlegan. Hvernig er svo þessum gómsæta tyllidegi fagnað? Jú, einfaldlega með því að baka og borða vöfflur.   Ljósmynd: Moa Karlberg/imagebank.sweden.se

FJÖLSKYLDUSTUND: Bless í bili Einar Áskell!

Norræna húsið Sæmundargata 11, 102 Reykjavík, Iceland

Síðasta fjölskyldustundin í tengslum við Einar Áskels sýninguna í barnabókasafni Norræna hússins en sýningin fer nú í ferðalag um Ísland. Sigurvegarar afmælisleiks Einars Ásgeirs verða tilkynntir og fá skemmtileg verðlaun. --- Nu är det dags för den sista workshopen i relation till vår Alfons Åberg utställning som nu går mot sitt slut. Vinnaren från brevskrivspelet… Continue reading FJÖLSKYLDUSTUND: Bless í bili Einar Áskell!

Af Íslendingum í Kaupmannahöfn á átjándu öld – Málþing

Þjóðarbókhlaðan Arngrímsgata 3, Reykjavík, Iceland

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni Af Íslendingum í Kaupmannahöfn á átjándu öld í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, laugardaginn 25. mars 2023. Málþingið hefst kl. 13:30 og því lýkur eigi síðar en kl. 16:15. Flutt verða fjögur erindi sem hér segir: Hið íslenska lærdómslistafélag í Kaupmannahöfn Margrét Gunnarsdóttir, sagnfræðingur og skjalavörður… Continue reading Af Íslendingum í Kaupmannahöfn á átjándu öld – Málþing

Kosningar í Finnlandi

Norræna félagið Óðinsgata 7, Reykjavík, Iceland

Kosningar í Finnlandi 2. apríl 2023 Höfuðborgardeild Norræna félagsis býður til opins kynningarfundar um finnsku kosningarnar fimmtudaginn 30. mars kl. 17 í húsnæði félagsins v/Óðinstorg. Auðunn Atlason sendiherra Íslands í Finnlandi 2020 - 2022 og alþjóðafulltrúi forsætisráðuneytisins mun fjalla um stöðuna í finnskum stjórnmálum á þessum örlagaríku tímum. Finnar standa nú á tímamótum þar sem… Continue reading Kosningar í Finnlandi

Anna, Sibelius og Tsjaj­kovskíj – Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands

Harpa Austurbakki 2, Reykjavík, Iceland

Sinfóníuhljómsveit Íslands Hljómsveitarstjóri Eva Ollikainen Einsöngvari Anu Komsi Efnisskrá Jukka Tiensuu//Voice verser Anna Þorvaldsdóttir//METACOSMOS Jean Sibelius//Luonnotar Pjotr Tsjajkovskíj//Sinfónía nr. 5 Á þessum síðustu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg fyrir tónleikaferð sína um Bretland má segja að kosmískir kraftar leysist úr læðingi. Á fyrri hluta tónleikanna hljóma bæði margrómað hljómsveitarverk Önnu Þorvaldsdóttur, METACOSMOS, sem hljómað hefur… Continue reading Anna, Sibelius og Tsjaj­kovskíj – Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands

NOCCA – Nordic Conference on Climate Change Adaptation

Hotel Reykjavik Grand Sigtun 38, Reykjavik, Iceland

The sixth Conference on Climate Change Adaptation, NOCCA, will be held in Reykjavík Iceland on April 17-19th 2023, the same year Iceland will hold the presidency at the Nordic Council of Ministers. Event on Facebook: https://fb.me/e/5qYdGFh4E The conference focuses on adaptation in cities and municipalities in Nordic countries and welcomes everyone interested in adaptation. Whether… Continue reading NOCCA – Nordic Conference on Climate Change Adaptation

Opin kynning um Nordjyllands Idrætshøjskole

Kynning í Hátíðarsal Gróttu, Suðurströnd 8, Seltjarnarnesi. Ertu tilbúin/n að prófa eitthvað nýtt, taka pásu frá hefðbundnu námi, standa á eigin fótum í öðru landi og verða hluti af NIH? Nordjyllands Idræthøjskole leggur áherslu á hreyfingu, liðsheild og vinskap. Skólinn býr yfir frábærri aðstöðu sem bæði er notuð til kennslu og í frítíma. Þetta er… Continue reading Opin kynning um Nordjyllands Idrætshøjskole

Viðtal: Åsne Seierstad

Norræna húsið Sæmundargata 11, 102 Reykjavík, Iceland

**English below Åsne Seierstad er margverðlaunaður norskur blaðamaður og rithöfundur. Hún er þekktust fyrir frásagnir sínar af daglegu lífi á átakasvæðum. Meðal þekktustu verka hennar eru metsölubókin Bóksalinn í Kabúl, frásögn af dvöl hennar hjá afganskri fjölskyldu í Kabúl eftir fall Talíbana árið 2001, og Einn af okkur: Saga af samfélagi (2015), sem fjallar um… Continue reading Viðtal: Åsne Seierstad

Samtal: Vigdis Hjorth, Kim Leine og Kirsten Hammann

Norræna húsið Sæmundargata 11, 102 Reykjavík, Iceland

**English below Hér ræða þrír norrænir höfundar um verk sín, sem öll tengjast norrænum veruleika á sinn hátt. Vigdis Hjorth hefur vakið mikla athygli fyrir skrif um fjölskyldu sína á undanförnum árum og hafa bækur hennar unnið til verðlauna og hlotið fádæma viðtökur, bæði í Noregi og annars staðar. Kim Leine hefur unnið hug og… Continue reading Samtal: Vigdis Hjorth, Kim Leine og Kirsten Hammann

Samtal: Lea Ypi, Jan Grue og Dina Nayeri

Iðnó Vonarstræti 3, Reykjavík, Iceland

**English below Hér stíga á svið þrjár alþjóðlegar stórstjörnur bókmenntaheimsins en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa skrifað um eigið líf á eftirminnilegan hátt. Dina Nayeri er einna þekktust fyrir bók sína Vanþakkláti flóttamaðurinn, ævisögu þar sem reynsla hennar af flótta frá Íran, biðinni og aðlögun að hinum vestræna heimi er í forgrunni. Jan… Continue reading Samtal: Lea Ypi, Jan Grue og Dina Nayeri

Samtal: Kim Leine, Boualem Sansal og Gonçalo Tavares

Iðnó Vonarstræti 3, Reykjavík, Iceland

**English below Hér ræða þrír höfundar um eftirlendur og nýlenduarfleifð vestursins, hver frá sínu einstaka sjónarhorni. Portúgalski rithöfundurinn Gonçalo Tavares, sem fæddur er í Angóla, fyrrum nýlendu heimalandsins stígur á svið ásamt Boualem Sansal og Kim Leine. Bækur Sansals hafa verið bannaðar í heimalandi hans vegna sjónarmiða sem ekki þóknast stjórnvöldum þar í landi og… Continue reading Samtal: Kim Leine, Boualem Sansal og Gonçalo Tavares

Samtal: Júlía Margrét Einarsdóttir, Vigdis Hjorth og Alejandro Palomas

Iðnó Vonarstræti 3, Reykjavík, Iceland

**English below Hvað er svona spennandi við leyndarmál og hver hefur réttinn til þess að segja frá? Hér ræða þrír höfundar um það sem er erfitt að segja upphátt. Öll hafa þau skrifað um leyndarmál, hvort sem er í skáldskap eða sjálfsævisögulegum skrifum. Júlía Margrét Einarsdóttir er höfundur bókarinnar Guð leitar að Salóme, sem fjallar… Continue reading Samtal: Júlía Margrét Einarsdóttir, Vigdis Hjorth og Alejandro Palomas

ADRENALINE, FLYGUY og MARSIPAN í Hinu Húsinu!

Hitt húsið Rafstöðvarvegur 7-9, Reykjavík, Iceland

Þann 21. apríl næstkomandi heldur Hitt Húsið sumartónleika! Það er að sjálfssögðu frítt inn og allir aldurshópar velkomnir:) Fram koma ADRENALINE: Adrenaline er Færeysk hljómsveit sem kemur hingað alla leið frá sinni heimabyggð til að spila. Komandi frá samkomuhúsinu "Húsið" hafa þeir spilað víða um Færeyjar og muna nú stíga á stokk á Íslandi! FLYGUY:… Continue reading ADRENALINE, FLYGUY og MARSIPAN í Hinu Húsinu!