- This event has passed.
ADRENALINE, FLYGUY og MARSIPAN í Hinu Húsinu!
21.apríl 2023 @ 20:00 - 21:30
Þann 21. apríl næstkomandi heldur Hitt Húsið sumartónleika!
Það er að sjálfssögðu frítt inn og allir aldurshópar velkomnir:)
Fram koma
ADRENALINE: Adrenaline er Færeysk hljómsveit sem kemur hingað alla leið frá sinni heimabyggð til að spila. Komandi frá samkomuhúsinu “Húsið” hafa þeir spilað víða um Færeyjar og muna nú stíga á stokk á Íslandi!
FLYGUY: Ég er flyguy og ég held mér uppteknum með því að pródúsera, semja lög, syngja, rappa og hanna föt. Tónlistin mín er oftast byggð á trap grunni en ég reyni að taka innblástur frá eins mörgum áttum og ég get með það markmið að eiga erfitt með að tilheyra endilega einhverri ákveðinni tónlistarstefnu.
MARSIPAN: Marsipan er ein hljómsveitanna sem komst í úrslit Músíktrilauna í ár og var valin hljómsveit fólksins!
Hljómsveitin Marsipan myndaðist útfrá leikfélagi Tækniskólans, Mars. Hún var stofnuð til þess að semja lög fyrir sýningu leikfélagsins, en fór fljótt að semja tónlist utan þess verkefnis og starfa sem sjálfstæð eining. Lögin okkar eiga það til að verða heldur rokkuð en við viljum ekki en viðurkenna að um rokkhljómsveit sé að ræða. Við erum með mörg stykki í ofninum sem við getum ekki beðið eftir að bera fram!
Hlökkum til að sjá ykkur!