Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Opin kynning um Nordjyllands Idrætshøjskole

18.apríl 2023 @ 17:30

Kynning í Hátíðarsal Gróttu, Suðurströnd 8, Seltjarnarnesi.

Ertu tilbúin/n að prófa eitthvað nýtt, taka pásu frá hefðbundnu námi, standa á eigin fótum í öðru landi og verða hluti af NIH?

Nordjyllands Idræthøjskole leggur áherslu á hreyfingu, liðsheild og vinskap. Skólinn býr yfir frábærri aðstöðu sem bæði er notuð til kennslu og í frítíma. Þetta er draumur fyrir íþróttafólk sem langar að bæta sig í sinni íþrótt en alls ekki bara fyrir fólk sem hefur æft íþróttir. Það er pláss fyrir alla og mjög fjölbreytt úrval af útivistar- og íþróttafögum.

Lýðháskóli er heimavistarskóli fyrir ungt fólk þar sem þau geta einbeitt sér að sínum áhugamálum og kynnst öðru fólki með svipuð áhugamál. NIH – til þess að prófa nýjar íþróttir, ferðast, kynnast nýju fólki og stíga aðeins út fyrir þægindarammann. NIH- við erum nákvæmlega það sem þú gerir okkur að.

Á kynningunni færðu allar helstu upplýsingar um skólann: Aðstöðuna, fögin, kostnað, utanlandsferðirnar og svo bæklinga á íslensku um þetta allt saman.

Fyrrum nemendur segja frá reynslu sinni af skólanum, félagslífinu og því að búa í Danmörku Hlökkum til að sjá ykkur!!

Ekki hika við að hafa samband ef það vakna einhverjar spurningar – ek@nih.dk

Details

Date:
18.apríl 2023
Time:
17:30
Event Category: