Afmælishátíð

Norræna félagið Óðinsgata 7, Reykjavík, Iceland

Norræna félagið fagnar 100 ára afmæli á árinu

Þjóðhátíðardagur Sama

Samar halda upp á þjóðhátíðardag sinn 6. febrúar. Samar búa á nyrstu svæðum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Talið er að Samar séu um 80 þúsund, flestir í Noregi þar sem talið er að þeir séu á sjötta tug þúsunda. Samar njóta nokkurrar sjálfstjórnar og hafa eigin viðurkennd þing í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.

Kvikmyndafókus Norræna hússins á Þjóðhátíðardegi Sama

Norræna húsið Sæmundargata 11, 102 Reykjavík, Iceland

Í ár hefur Norræna húsið í samstarfi við International Sámi Film Institute valið kvikmyndir eftir leikstjóra frá frumbyggjaþjóðum í Sámpi og í Canada. Kvikmyndirnar verða allar sýndar í sal Norræna hússins á þjóðhátíðardegi Sama 6. febrúar. Aðgangur er ókeypis en bóka þarf miða. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Norræna hússins.

Even a worm will turn

Norræna húsið Sæmundargata 11, 102 Reykjavík, Iceland

Ný myndlistarsýning EVEN A WORM WILL TURN opnar í Hvelfingu Norræna hússins. Birtingarmyndir eiginlegs og ímyndaðs sambands dýra og manna er skoðað í samhengi við þær menningarlegu hugmyndir, tilfinningar og merkingu sem mannfólkið varpar á félaga okkar í dýríkinu. Ímyndunarafli mannskepnunnar virðast engar skorður settar þegar hlutgerving, manngerving og guðgerving mismunandi lífvera er annars vegar.… Continue reading Even a worm will turn