Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Even a worm will turn

12.febrúar 2022 @ 17:00 - 17.apríl 2022 @ 17:00

Ný myndlistarsýning EVEN A WORM WILL TURN opnar í Hvelfingu Norræna hússins.

Birtingarmyndir eiginlegs og ímyndaðs sambands dýra og manna er skoðað í samhengi við þær menningarlegu hugmyndir, tilfinningar og merkingu sem mannfólkið varpar á félaga okkar í dýríkinu. Ímyndunarafli mannskepnunnar virðast engar skorður settar þegar hlutgerving, manngerving og guðgerving mismunandi lífvera er annars vegar.

Hin mannmiðaða frásögn af samvist lífs á jörðinni varpar ljósi á mannfólkið og samspil þess við aðrar dýrategundir. Samlíf sem er oftast nær á forsendum mannfólks og ástæðurnar oftar en ekki skilgreinandi útfrá þörfum og hugmyndafræði þeirra. Djúpstæðar langanir til að tengjast, skilja eða beisla og drottna yfir öðrum skynjandi verum vill þá taka á sig margslúngna mynd. Samhliða þessum mannlæga veruleika búa dýr þó yfir sinni eigin sögu og samhengi. Það er því sama hversu þröngan stakk við sníðum samverum okkar, jafnvel minnstu skepnur upplifa veröldina á sinn hátt og sérhver vera er vörður eigin sagna og leyndarmála handan mannlegs skilnings.

Listamenn sýningarinnar eru:
Jaakko Pallasvuo
Viktor Timofeev
Josefin Arnell
Kolbeinn Hugi

Details

Start:
12.febrúar 2022 @ 17:00
End:
17.apríl 2022 @ 17:00
Event Category:

Venue

Norræna húsið
Sæmundargata 11
102 Reykjavík, Iceland
View Venue Website