Til hvers Norðurlandamál?

Sláturhúsið Menningarmiðstöð Kaupvangi, Egilsstaðir

Í tilefni af degi Norðurlandanna efnir Austurlandsdeild Norræna félagsins á Íslandi til málþings um stöðu Norðurlandamála. Erindi: Norrænt samstarf og tungumálin - erum við á réttri leið? Hrannar B. Arnarsson formaður Norræna félagsins á Íslandi Opna gluggana! Guðrún Ásta Tryggvadóttir dönskukennari á Seyðisfirði Sveitt úr stressi og sexý. Sandra Valdimarsdóttir dönskukennari á Egilsstöðum Rejselærer í… Continue reading Til hvers Norðurlandamál?

Tónleikar með norrænu ívafi

Tehúsið Hostel Kaupvangur 17, Egilsstaðir

Í tilefni af Degi Norðurlanda blæs Norræna félagið á Austurlandi til tónleika með norrænu ívafi í Tehúsinu á Egilsstöðum frá kl. 18:30. Fram koma: Björt Sigfinnsdóttir, Guðrún Adela og Öystein Gjerde. Fyrr um daginn fer fram málþing í Sláturhúsinu Menningarmiðstöð þar sem fjallað verður um stöðu Norðurlandamála undir yfirskriftinni Til hvers Norðurlandamál? Sjá nánar hér:… Continue reading Tónleikar með norrænu ívafi

Aðalfundur Ung norræn 2023

Petersen svítan Ingólfsstræti 2a, Reykjavík, Iceland

Stjórn Ung norræn boðar til aðalfundar félagsins á degi Norðurlandanna þann 23. mars kl. 20. Fer aðalfundurinn fram á Petersen svítunni og í kjölfarið tekur við gleðskapur af tilefni dagsins. Dagskrá: 1. Setning aðalfundar. 2. Kjör fundarstjóra og fundarritara. 3. Skýrsla stjórnar. 5. Framkvæmdaáætlun lögð til umræðu. 6. Lagabreytingar. 7. Kjör forseta, varaforseta og 5… Continue reading Aðalfundur Ung norræn 2023

Våffeldagen í Svíþjóð

Það er vissulega öllum frjálst að borða vöfflur með rjóma allan ársins hring, en í dag hylla Svíar þetta vinsæla sætabrauð sérstaklega og halda Vöffludaginn hátíðlegan. Hvernig er svo þessum gómsæta tyllidegi fagnað? Jú, einfaldlega með því að baka og borða vöfflur.   Ljósmynd: Moa Karlberg/imagebank.sweden.se

FJÖLSKYLDUSTUND: Bless í bili Einar Áskell!

Norræna húsið Sæmundargata 11, 102 Reykjavík, Iceland

Síðasta fjölskyldustundin í tengslum við Einar Áskels sýninguna í barnabókasafni Norræna hússins en sýningin fer nú í ferðalag um Ísland. Sigurvegarar afmælisleiks Einars Ásgeirs verða tilkynntir og fá skemmtileg verðlaun. --- Nu är det dags för den sista workshopen i relation till vår Alfons Åberg utställning som nu går mot sitt slut. Vinnaren från brevskrivspelet… Continue reading FJÖLSKYLDUSTUND: Bless í bili Einar Áskell!

Af Íslendingum í Kaupmannahöfn á átjándu öld – Málþing

Þjóðarbókhlaðan Arngrímsgata 3, Reykjavík, Iceland

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni Af Íslendingum í Kaupmannahöfn á átjándu öld í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, laugardaginn 25. mars 2023. Málþingið hefst kl. 13:30 og því lýkur eigi síðar en kl. 16:15. Flutt verða fjögur erindi sem hér segir: Hið íslenska lærdómslistafélag í Kaupmannahöfn Margrét Gunnarsdóttir, sagnfræðingur og skjalavörður… Continue reading Af Íslendingum í Kaupmannahöfn á átjándu öld – Málþing

Kosningar í Finnlandi

Norræna félagið Óðinsgata 7, Reykjavík, Iceland

Kosningar í Finnlandi 2. apríl 2023 Höfuðborgardeild Norræna félagsis býður til opins kynningarfundar um finnsku kosningarnar fimmtudaginn 30. mars kl. 17 í húsnæði félagsins v/Óðinstorg. Auðunn Atlason sendiherra Íslands í Finnlandi 2020 - 2022 og alþjóðafulltrúi forsætisráðuneytisins mun fjalla um stöðuna í finnskum stjórnmálum á þessum örlagaríku tímum. Finnar standa nú á tímamótum þar sem… Continue reading Kosningar í Finnlandi

Anna, Sibelius og Tsjaj­kovskíj – Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands

Harpa Austurbakki 2, Reykjavík, Iceland

Sinfóníuhljómsveit Íslands Hljómsveitarstjóri Eva Ollikainen Einsöngvari Anu Komsi Efnisskrá Jukka Tiensuu//Voice verser Anna Þorvaldsdóttir//METACOSMOS Jean Sibelius//Luonnotar Pjotr Tsjajkovskíj//Sinfónía nr. 5 Á þessum síðustu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg fyrir tónleikaferð sína um Bretland má segja að kosmískir kraftar leysist úr læðingi. Á fyrri hluta tónleikanna hljóma bæði margrómað hljómsveitarverk Önnu Þorvaldsdóttur, METACOSMOS, sem hljómað hefur… Continue reading Anna, Sibelius og Tsjaj­kovskíj – Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands

NOCCA – Nordic Conference on Climate Change Adaptation

Hotel Reykjavik Grand Sigtun 38, Reykjavik, Iceland

The sixth Conference on Climate Change Adaptation, NOCCA, will be held in Reykjavík Iceland on April 17-19th 2023, the same year Iceland will hold the presidency at the Nordic Council of Ministers. Event on Facebook: https://fb.me/e/5qYdGFh4E The conference focuses on adaptation in cities and municipalities in Nordic countries and welcomes everyone interested in adaptation. Whether… Continue reading NOCCA – Nordic Conference on Climate Change Adaptation

Opin kynning um Nordjyllands Idrætshøjskole

Kynning í Hátíðarsal Gróttu, Suðurströnd 8, Seltjarnarnesi. Ertu tilbúin/n að prófa eitthvað nýtt, taka pásu frá hefðbundnu námi, standa á eigin fótum í öðru landi og verða hluti af NIH? Nordjyllands Idræthøjskole leggur áherslu á hreyfingu, liðsheild og vinskap. Skólinn býr yfir frábærri aðstöðu sem bæði er notuð til kennslu og í frítíma. Þetta er… Continue reading Opin kynning um Nordjyllands Idrætshøjskole

Viðtal: Åsne Seierstad

Norræna húsið Sæmundargata 11, 102 Reykjavík, Iceland

**English below Åsne Seierstad er margverðlaunaður norskur blaðamaður og rithöfundur. Hún er þekktust fyrir frásagnir sínar af daglegu lífi á átakasvæðum. Meðal þekktustu verka hennar eru metsölubókin Bóksalinn í Kabúl, frásögn af dvöl hennar hjá afganskri fjölskyldu í Kabúl eftir fall Talíbana árið 2001, og Einn af okkur: Saga af samfélagi (2015), sem fjallar um… Continue reading Viðtal: Åsne Seierstad

Samtal: Vigdis Hjorth, Kim Leine og Kirsten Hammann

Norræna húsið Sæmundargata 11, 102 Reykjavík, Iceland

**English below Hér ræða þrír norrænir höfundar um verk sín, sem öll tengjast norrænum veruleika á sinn hátt. Vigdis Hjorth hefur vakið mikla athygli fyrir skrif um fjölskyldu sína á undanförnum árum og hafa bækur hennar unnið til verðlauna og hlotið fádæma viðtökur, bæði í Noregi og annars staðar. Kim Leine hefur unnið hug og… Continue reading Samtal: Vigdis Hjorth, Kim Leine og Kirsten Hammann

Samtal: Lea Ypi, Jan Grue og Dina Nayeri

Iðnó Vonarstræti 3, Reykjavík, Iceland

**English below Hér stíga á svið þrjár alþjóðlegar stórstjörnur bókmenntaheimsins en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa skrifað um eigið líf á eftirminnilegan hátt. Dina Nayeri er einna þekktust fyrir bók sína Vanþakkláti flóttamaðurinn, ævisögu þar sem reynsla hennar af flótta frá Íran, biðinni og aðlögun að hinum vestræna heimi er í forgrunni. Jan… Continue reading Samtal: Lea Ypi, Jan Grue og Dina Nayeri

Samtal: Kim Leine, Boualem Sansal og Gonçalo Tavares

Iðnó Vonarstræti 3, Reykjavík, Iceland

**English below Hér ræða þrír höfundar um eftirlendur og nýlenduarfleifð vestursins, hver frá sínu einstaka sjónarhorni. Portúgalski rithöfundurinn Gonçalo Tavares, sem fæddur er í Angóla, fyrrum nýlendu heimalandsins stígur á svið ásamt Boualem Sansal og Kim Leine. Bækur Sansals hafa verið bannaðar í heimalandi hans vegna sjónarmiða sem ekki þóknast stjórnvöldum þar í landi og… Continue reading Samtal: Kim Leine, Boualem Sansal og Gonçalo Tavares