Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Why don’t you just marry (an Icelander)?

20.maí 2022 @ 15:00 - 17:00

„Af hverju giftist þú ekki Íslendingi?“ er viðkvæðið sem margir ríkisborgarar utan ESB heyra þegar þeir segja frá vandræðum sínum við að læra á innflytjendakerfið á Íslandi, á meðan á námi stendur, eftir útskrift eða við störf á Íslandi. Þessi kaldhæðnislega spurning varpar ljósi á erfiðleikana við að fá atvinnuleyfi fyrir fólk af erlendum uppruna og þá sérstaklega sjálfstætt starfandi listamenn og aðra innann menningargeirans. Að vera sjálfstætt starfandi, gerir ferlið við að fá þetta leyfi afar erfitt og raunar ómögulegt fyrir marga.

Norræna húsið kynnir með stolti fyrsta kaflann í lengra samtali um þann menningararf sem innflytjendur skapa á Íslandi. Við fögnum nýstárlegum hugmyndum og ræðum möguleika til þáttöku, sýnileika og fjölbreytileika undir regnhlíf sjálfbærra og alþjóðlegra samfélags.

Þessi viðburður verður á ensku.
Athugið að takmarkaður fjöldi getur setið viðburðinn, mætið tímanlega.
Hægt verður að horfa á beint steymi hér.

Við munum fjalla um þörfina fyrir listamannavegabréfsáritun á Íslandi, gildi alþjóðlegra menntaáætlana, gildi innflytjenda sem vinnuafls á menningarsviðinu, kerfisbundinn rasisma og útlendingahatur á stofnanastigi.

Ekki síst ræðum við það hvernig Mennta- og viðskiptaráðuneytið, Félagsmála- og vinnumarkaðsráðuneytið og menningarstofnanir á Íslandi geta átt í samstarfi til að vinna að jafnara vinnuumhverfi fyrir menningarstarfsfólk utan ESB.

 

Málþingið er hluti af verkefnaröð sem Norræna húsið leiðir í umsjón sýningastjórans Elham Fakouri og beinist að því að skapa vettvang sem stuðlar að fjölbreytileika og auðveldar fólki af ólíkum uppruna þátttöku í íslensku lista- og menningarlífi.

Þessi málstofa er haldin í samstarfi með AIVAG (Artists in Iceland Visa Action Group).

Léttar veitingar frá SÓNÓ verða í boði eftir málstofuna.

Stjórnandi:

Dr. Magnús Skjöld: Associate Professor, Bifröst University

Þátttakendur:

Clare Aimée: myndlistamaður, fyrrum nemandi við Listaháskóla Íslands.

Fríða Björk Ingvarsdóttir: Rektor Listaháskóla Íslands.

Helga Vala Helgadóttir: Formaður þingflokks Samfylkingarinnar.

Hugo Lanes: Listamaður, fyrrum nemandi Listaháskóla Íslands og meðlimur AIVAG.

José Luis Anderson: listamaður, fyrrum nemandi Listaháskóla Íslands (tónlistardeild).

Patricia Carolina: listamaður, fyrrum nemandi Listaháskóla Íslands og meðlimur Verdensromme (samtök innflytjenda listamanna í Noregi).

Upplýsingar

Dagsetn:
20.maí 2022
Tími
15:00 - 17:00
Viðburður Categories:
, ,
Vefsíða:
https://nordichouse.is/vidburdur/why-dont-you-just-marry-an-icelander-chapter-1/

Skipuleggjandi

Norræna húsið
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Norræna húsið
Sæmundargata 11
102 Reykjavík, Iceland
+ Google Map
View Staðsetning Website