Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Fyrirlestur: Norræna félagið 100 ára

27.september 2022 @ 12:00 - 13:00

Þriðjudaginn 27. september kl. 12:00 mun Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir varaformaður og formaður afmælisnefndar Norræna félagsins segja frá afmælisárinu, spurningaskránni og örsögusöfnuninni í hádegisfyrirlestri í Þjóðminjasafninu. Fyrirlesturinn verður einnig í streymi frá YouTube rás safnsins.

Þann 29. september 2022 verða liðin 100 ár frá stofnun Norræna félagsins á Íslandi. Af því tilefni sendi Þjóðminjasafn Íslands út spurningaskrá á árinu þar sem leitað er eftir upplýsingum um viðhorf almennings til Norðurlandanna og norræns samstarfs. Í sumar var spurningaskránni fylgt eftir með viðtölum við valda einstaklinga. Til verksins voru fengnir nemar í Þjóðfræði við Háskóla Íslands. Sérstaklega var sóst eftir að finna skemmtilegar sögur og frásagnir, svokallaðar örsögur, sem tengjast norrænu samstarfi.

Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir hefur áratuga reynslu af norrænu samstarfi, bæði í starfi og einkalífi. Hún lauk mag.art. prófi í þjóðfræði frá háskólanum í Osló 1982 og starfaði um árabil sem sérfræðingur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þar sinnti hún sérstaklega norrænum málefnum. Á árunum 1998-2002 var hún við Norrænu ráðherranefndina í Kaupmannahöfn og hélt þar m.a. utan um samstarf á vegum norrænu menningarstofananna og norrænnar barnamenningar.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.500 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði í Þjóðminjasafni Íslands.

Upplýsingar

Dagsetn:
27.september 2022
Tími
12:00 - 13:00
Viðburður Categories:
,

Staðsetning

Þjóðminjasafn Íslands
Suðurgata 41
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map