Afmælishátíð
Norræna félagið Óðinsgata 7, Reykjavík, IcelandNorræna félagið fagnar 100 ára afmæli á árinu
Norræna félagið fagnar 100 ára afmæli á árinu
Samar halda upp á þjóðhátíðardag sinn 6. febrúar. Samar búa á nyrstu svæðum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Talið er að Samar séu um 80 þúsund, flestir í Noregi þar sem talið er að þeir séu á sjötta tug þúsunda. Samar njóta nokkurrar sjálfstjórnar og hafa eigin viðurkennd þing í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Í ár hefur Norræna húsið í samstarfi við International Sámi Film Institute valið kvikmyndir eftir leikstjóra frá frumbyggjaþjóðum í Sámpi og í Canada. Kvikmyndirnar verða allar sýndar í sal Norræna hússins á þjóðhátíðardegi Sama 6. febrúar. Aðgangur er ókeypis en bóka þarf miða. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Norræna hússins.
Ný myndlistarsýning EVEN A WORM WILL TURN opnar í Hvelfingu Norræna hússins. Birtingarmyndir eiginlegs og ímyndaðs sambands dýra og manna er skoðað í samhengi við þær menningarlegu hugmyndir, tilfinningar og merkingu sem mannfólkið varpar á félaga okkar í dýríkinu. Ímyndunarafli mannskepnunnar virðast engar skorður settar þegar hlutgerving, manngerving og guðgerving mismunandi lífvera er annars vegar.… Continue reading Even a worm will turn
Samnorræn ljósmyndasýning með verðlaunamyndum frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Forseti Íslands mun opna sýninguna við hátíðlega athöfn kl. 16:30 þann 18.febrúar á jarðhæð í Hörpu. Við sama tilefni verða veitt verðlaun fyrir íslensku myndirnar, stigahæsta mynd í hverjum flokki og aukaverðlaun fyrir hæstu mynd sýningar. Allir velkomnir. Sýningin stendur til 3. mars. Opnun… Continue reading Samnorræn ljósmyndasýning
Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og sænski gítarleikarinn Hans Olding hafa starfað talsvert saman undanfarin ár. Þeir gáfu meðal annars út plötuna „Prjeto Barsil!“ árið 2015 en hún inniheldur útsetningar þeirra af brasilískri tónlist. Á Skuggabaldri munu þeir leika eigin tónsmíðar í bland við valda standarda. Þorgrímur Jónsson leikur á bassa og Erik Qvick á trommur. Facebooksíða… Continue reading Kvartett Sigurðar Flosasonar og Hans Olding