Norræna plastkapphlaupið 2022

Í apríl efnum við til stærstu vorhreingerningar á Norðurlöndunum! Norden i skolen skorar á alla bekki á Norðurlöndunum að beita sér gegn sorpi í sínu nærumhverfi í apríl. Hvernig tökum við þátt? Finnið og veljið stað í ykkar nærumhverfi þar sem sorp liggur á víð og dreif. Þið hafið 15 mínútur til að safna eins… Continue reading Norræna plastkapphlaupið 2022

Norræna pöbbkvissið

Norræna félagið Óðinsgata 7, Reykjavík, Iceland

Hvað veistu um Norðurlöndin? Norræna félagið á höfuðborgarsvæðinu býður öll sem elska Norðurlöndin, og að hafa það gaman, að spreyta sig í norræna pöbbkvissinu. Inga Auðbjörg Straumland hefur tekið það að sér að semja spurningar fyrir okkur og að halda upp í fjörinu. Vinningar og veitingar á boðstólnum! Sjá viðburð á Facebook: https://fb.me/e/1sEok11rB

Síðasta síldartunnan heim til Siglufjarðar!

Síldarminjasafn Íslands Snorragata 10, Siglufjörður, Iceland

Þriðjudagurinn 31. maí mun marka tímamót í sögu Noregs og Íslands, en þá verður síðasta síldartunnan afhent Síldarminjasafni Íslands. Tunnan sem um ræðir féll frá borði í síðustu siglingu tunnuflutningaskips með nýsmíðaðar tunnur frá Noregi til Íslands. Íslandsvinurinn Petter Jonny Rivedal bjargaði tunnunni þegar hún rak á land nálægt heimkynnum hans við Hrífudal í Noregi… Continue reading Síðasta síldartunnan heim til Siglufjarðar!

Gróðursetning – Norrænn afmælis- og vinabæjarlundur

Fossvogur , Iceland

Verið velkomin í gróðursetningu fyrir norrænan afmælis- og vinabæjarlund 31. maí, kl. 16:00 í Fossvogi (Kópavogsmegin, á móts við Fossvogsskóla í Reykjavík). Í tilefni af 100 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi standa höfuðborgardeild og afmælisnefnd félagsins fyrir gróðursetningu á trjám í norrænan afmælis- og vinabæjarlund. Kópavogsbær hefur úthlutað um 400 m2 svæði fyrir þennan… Continue reading Gróðursetning – Norrænn afmælis- og vinabæjarlundur

Lisa Ekdahl í Hörpu

Harpa Austurbakki 2, Reykjavík, Iceland

Lisa Ekdahl heldur sannkallaða stórtónleika í Eldborg, Hörpu þann 6. júní í sumar. Veturinn 1994 varð Lisa Ekdahl að stórstjörnuna nánast á einni nóttu á Norðurlöndunum með fyrstu plötu sinni, sem hét einfaldlega Lisa Ekdahl, Platan sló í gegn og seldist gríðarlega vel. Platan, fékk fjöldann allan af tónlistarverðlaunum í Svíþjóð eins og til dæmis,… Continue reading Lisa Ekdahl í Hörpu

PIKKNIKK tónleikar á sunnudögum í sumar!

Norræna húsið Sæmundargata 11, 102 Reykjavík, Iceland

PIKKNIKK tónleikar á sunnudögum í sumar! Eins og síðustu sumur býður Norræna húsið uppá ókeypis tónleika í sumar kl 15:00 á sunnudögum. Tónleikarnir munu eiga sér stað utanhúss ef veður leyfir.

Reykjavík Fringe Festival

2022 marks the 5th annual Reykjavík Fringe Festival and the theme this year is LOVE. RVK Fringe is the home of the Icelandic grassroots art scene as well as a platform for more established performers to experiment and play. Our artists are a mix of local and international performers, speaking, singing and screaming in a… Continue reading Reykjavík Fringe Festival

Miðsumarhátíð í Norræna húsinu!

Norræna húsið Sæmundargata 11, 102 Reykjavík, Iceland

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að fagna með okkur ‘Midsommar’ þann 24. júní kl 15:00-19:00. Löng hefð er fyrir því að Norræna húsið í Reykjavík bjóði til Miðsumarhátíðar og í ár verður hátíðin uppfull af skemmtilegum uppákomum, blómum, tónlist og mörgu fleiru fyrir bæði börn og fullorðna. Veitingastaðurinn Sónó býður upp á góðan mat og… Continue reading Miðsumarhátíð í Norræna húsinu!

Útskrift/Dimisson 3. NGK Norður-Atlantshafsbekkurinn

Beint streymi

Fyrsti árgangur Norður-Atlantshafsbekksins útskrifast sem stúdentar af Náttúrufræðabraut þann 28.júní nk. frá GUX í Sisimiut á Grænlandi. Árgangurinn samanstendur af 20 krökkum, sem útskrifast, frá Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Útskriftin verður í beinu streymi á Facebook-síðu GUX Sisimiut. Hægt er að fylgjast með hópnum á Instragram - www.instagram.com/ngk2019_2022 Norður-Atlantshafsbekkurinn (Nord-Atlantisk gymnasiumklasse), NGK, er nýjung… Continue reading Útskrift/Dimisson 3. NGK Norður-Atlantshafsbekkurinn

Mind Reader Nordstrandamus

Iðnó Vonarstræti 3, Reykjavík, Iceland

An hour of mind reading, intuition and astonishing coincidences with the Swedish champion of mental magic 2022. Expect a rambunctious cavalcade of inexplicable events. The entire audience is engaged in a playful display of collective consciousness. The performance is an interactive experience from start to finish, with the audience as heroes and co-creators of the… Continue reading Mind Reader Nordstrandamus

Velkomin heim úr lýðháskóla!

Norræna félagið Óðinsgata 7, Reykjavík, Iceland

Norræna félagið og Ung norræn bjóða öllum þeim sem eru að koma heim aftur til Íslands eftir lýðháskóladvöl á Norðurlöndunum til veislu í húsnæði Norræna félagsins að Óðinsgötu 7 í Reykjavík. Við munum fara yfir starfsemi Norræna félagsins og Ung norræn, ungliðadeild Norræna félagsins á Íslandi, kynnir starf lýðháskólafulltrúa. Veitingar verða í boði. Verið kærlega… Continue reading Velkomin heim úr lýðháskóla!

LungA Festival 2022

Seyðisfjörður , Iceland

Verið velkomin á LungA 2022! Dagana 10. – 17. júlí verður Listahátíðin LungA haldin hátíðlega. Í ár bjóðum við upp á nýja og einstaka tónleikaupplifun, þar sem tónleikar verða haldnir á víð og dreif um töfrandi náttúru Seyðisfjarðar. Nánari upplýsingar: www.lunga.is Fram koma: HUERCO S (US) PERKO (UK) SKATEBÅRD (NO) BRÍET BIRNIR RUSSIAN.GIRLS CYBER GUGUSAR… Continue reading LungA Festival 2022