Í skugganum og Nicoline Weywadt – Sýningaropnun

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgata 41, Reykjavík, Iceland

Konur í hópi frumkvöðla á sviði ljósmyndunar eru í forgrunni á tveimur nýjum ljósmyndasýningum Þjóðminjasafns Íslands. Ljósmyndasýningin Í skugganum segir sögu fyrstu kvennanna sem lögðu stund á ljósmyndun í Danmörku, Færeyjum og á Íslandi. Sérsýningin Nicoline Weywadt segir frá fyrst íslenska kvenljósmyndaranum. Opnun sýninganna verður laugardaginn 21. maí næstkomandi klukkan 14:00 í myndasal Þjóðminjasafnsins. Verið… Continue reading Í skugganum og Nicoline Weywadt – Sýningaropnun

Síðasta síldartunnan heim til Siglufjarðar!

Síldarminjasafn Íslands Snorragata 10, Siglufjörður, Iceland

Þriðjudagurinn 31. maí mun marka tímamót í sögu Noregs og Íslands, en þá verður síðasta síldartunnan afhent Síldarminjasafni Íslands. Tunnan sem um ræðir féll frá borði í síðustu siglingu tunnuflutningaskips með nýsmíðaðar tunnur frá Noregi til Íslands. Íslandsvinurinn Petter Jonny Rivedal bjargaði tunnunni þegar hún rak á land nálægt heimkynnum hans við Hrífudal í Noregi… Continue reading Síðasta síldartunnan heim til Siglufjarðar!

Gróðursetning – Norrænn afmælis- og vinabæjarlundur

Fossvogur , Iceland

Verið velkomin í gróðursetningu fyrir norrænan afmælis- og vinabæjarlund 31. maí, kl. 16:00 í Fossvogi (Kópavogsmegin, á móts við Fossvogsskóla í Reykjavík). Í tilefni af 100 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi standa höfuðborgardeild og afmælisnefnd félagsins fyrir gróðursetningu á trjám í norrænan afmælis- og vinabæjarlund. Kópavogsbær hefur úthlutað um 400 m2 svæði fyrir þennan… Continue reading Gróðursetning – Norrænn afmælis- og vinabæjarlundur

Breytt staða varnarmála á Norðurlöndum

Norræna félagið Óðinsgata 7, Reykjavík, Iceland

Svíþjóð og Finnland hafa sótt um aðild að NATO. Danir hafa samþykkt að taka þátt í varnarsamstarfi Evrópusamstarfsins. Hvaða afleiðingar hefur það fyrir stöðu Norðurlanda á sviði varnarmála? Hvað með stöðu Íslands innan samstarfsins í Evrópu? Norræna félagið á Höfuðborgarsvæðinu boðar til hádegisfundar þar sem þessi mál verða rædd undir stjórn Boga Ágústssonar fréttamanns og… Continue reading Breytt staða varnarmála á Norðurlöndum

Grænland og leið þess til sjálfstæðis – Lars-Emil Johansen

Norræna húsið Sæmundargata 11, 102 Reykjavík, Iceland

Föstudaginn 22. júlí kl. 15:00 heldur Lars-Emil Johansen fyrirlestur í Norræna húsinu um Grænland og leið þess til sjálfstæðis. Að fyrirlestri loknum verður hægt að spyrja spurninga og jafnvel taka saman lagið við undirleik fyrirlesarans. Lars-Emil Johansen er meðal stofnenda Siumut flokksins, sósíaldemókrataflokks Grænlands og þungaviktarmaður í grænlenskum stjórnmálum. Hann sat á þingi um árabil,… Continue reading Grænland og leið þess til sjálfstæðis – Lars-Emil Johansen

Skrímsli og draugar hánorðursins – ókeypis vinnustofa

Norræna húsið Sæmundargata 11, 102 Reykjavík, Iceland

Ókeypis vinnustofa fólk á öllum aldri með ólík áhugasvið á borð við kortagerð, myndlist, þjóðfræði,  umhverfismálefni og alþjóðastjórnmál Vinnustofan Skrímsli og draugar hánorðursins býður þátttakendum að skoða, leita og hugsa um nýjar leiðir í kortagerð. Smiðjan snýst um að kortleggja umhverfi hlutar, sögu eða hljóðs og markmiðið er að finna upp nýjar leiðir í kortagerð. Í stað… Continue reading Skrímsli og draugar hánorðursins – ókeypis vinnustofa

Vængjabakpokinn: Vefir skynjana – ókeypis vinnustofa

Norræna húsið Sæmundargata 11, 102 Reykjavík, Iceland

13.08.2022 16:00 - 19:00 Salur Ókeypis vinnustofa fyrir fólk á öllum aldri með ólík áhugasvið á borð við umhverfismálefni, myndlist, framtíðarsýn og fugla. Í smiðjunni gefst þátttakendunum færi á að búa til í sameiningu ímyndaða frásögn með því að rýna í GPS gögn frá farfuglum.  Í vinnustofunni verður ferðum hvíts storks sem heitir Jónas. Þátttakendur… Continue reading Vængjabakpokinn: Vefir skynjana – ókeypis vinnustofa

Gróðursetning – Norrænn afmælis- og vinalundur

Fossvogur , Iceland

Verið hjartanlega velkomin í gróðursetningu á trjám fyrir norrænan afmælis- og vinabæjarlund í Fossvogi (Kópavogsmegin, á móts við Fossvogsskóla í Reykjavík). Þriðjudaginn 16. ágúst nk. kl. 16:30 er ætlunin að ljúka við gróðursetningu í lundinn, en verkið hófst 31. maí síðastliðinn þegar félagsmenn mættu og gróðursettu fyrstu trén. Nú köllum við á félaga að mæta… Continue reading Gróðursetning – Norrænn afmælis- og vinalundur

Mentanarnátt í Sendistovu Føroya í Reykjavík

Færeyska ræðismannsskrifstofan í Reykjavík býður gestum og gangandi á Menningarnótt að kíkja í heimsókn og þiggja veitingar að Túngötu 14, milli kl. 14:00 og 16:00. Heðin Mortensen, borgarstjóri Tórshavnar, opnar húsið. Færeyskar veitingar verða í boði ásamt færeyskum drykk frá Færeyja Bjór. Færeyska tónlistarkonan Herborg Torkilsdóttir syngur nokkur skemmtileg lög og gallerí Listagluggin verður með… Continue reading Mentanarnátt í Sendistovu Føroya í Reykjavík

Norrænt tungumálakaffi á Menningarnótt

Norræna félagið Óðinsgata 7, Reykjavík, Iceland

Verið hjartanlega velkomin á tungumálakaffi Norræna félagsins á Höfuðborgarsvæðinu á menningarnótt þann 20. ágúst kl. 16:00 í húsnæði Norræna félagsins á Óðinsgötu 7. Viðburður á Facebook: https://fb.me/e/2Dk27cZFD Langar þig að spreyta þig á einhverju norrænu tungumáli? Komdu og kíktu til okkar í tungumála hygge/kos/mys/huggulegheit. Tungumálakaffi, einnig þekkt sem café lingua eða language tandem gengur þannig… Continue reading Norrænt tungumálakaffi á Menningarnótt

Solander 250: Bréf frá Íslandi

Laugardaginn 27. ágúst kl. 14 verða tvær sýningar opnaðar í Sverrissal Hafnarborgar en það er annars vegar sýningin Solander 250: Bréf frá Íslandi og Paradise Lost – Daniel Solander’s Legacy hins vegar. Sýningin Solander 250: Bréf frá Íslandi er sett upp til að minnast þess að í ár eru 250 ár liðin frá merkum erlendum… Continue reading Solander 250: Bréf frá Íslandi