Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Solander 250: Bréf frá Íslandi

27.ágúst 2022 @ 17:00 - 9.október 2022 @ 17:00

Laugardaginn 27. ágúst kl. 14 verða tvær sýningar opnaðar í Sverrissal Hafnarborgar en það er annars vegar sýningin Solander 250: Bréf frá Íslandi og Paradise Lost – Daniel Solander’s Legacy hins vegar.

Sýningin Solander 250: Bréf frá Íslandi er sett upp til að minnast þess að í ár eru 250 ár liðin frá merkum erlendum vísindaleiðangri til Íslands árið 1772. Með í þeirri för var einn af lærisveinum hins heimsþekkta sænska náttúruvísindamanns Carls von Linné, náttúrufræðingurinn Daniel Solander frá Svíþjóð. Þá skrásetti Solander og safnaði margs konar fróðleik um náttúru Íslands, menningu, siði og klæðaburð þjóðarinnar. Á sýningunni túlka tíu íslenskir listamenn frá félaginu Íslenskri grafík þessa atburði og þær breytingar sem hafa orðið á landi og þjóð síðan.

Samhliða henni má svo sjá sýninguna Paradise Lost – Daniel Solander’s Legacy, sem ætlað er að minnast ferða Solanders til Kyrrahafsins árið 1769. Eru þar sýnd verk tíu listamanna frá Kyrrahafssvæðinu en Solander var í áhöfn HMS Endeavour í fyrstu ferð Evrópumanna til Ástralíu. Mynda sýningarnar tvær þannig einstakt samtal Norðurskautsins og Kyrrahafsins í ljósi ferða Solanders. Sýningarnar eru settar upp í samstarfi við sendiráð Svíþjóðar á Íslandi og félagið Íslenska grafík.

Paradise Lost – Daniel Solander’s Legacy hefur áður verið sett upp á Nýja-Sjálandi, í Ástralíu og Svíþjóð en að loknum sýningartímanum í Hafnarborg munu sýningarnar ferðast um landið. Umsjón með sýningunni Solander 250: Bréf frá Íslandi fyrir hönd félagsins Íslenskrar grafíkur hafa Anna Snædís Sigmarsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir.

Þátttakendur í Solander 250: Bréf frá Íslandi eru Anna Líndal, Aðalheiður Valgeirsdóttir, Daði Guðbjörnsson, Gíslína Dögg Bjarkadóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Iréne Jensen, Laura Valentino, Soffía Sæmundsdóttir, Valgerður Björnsdóttir og Viktor Hannesson.

Þátttakendur í Paradise Lost – Daniel Solander’s Legacy eru Alexis Neal, Dagmar Dyck, Jenna Packer, Jo Ogier, John McLean, John Pusateri, Lynn Taylor, Michel Tuffery, Sharnae Beardsley og Tabatha Forbes.

Upplýsingar

Byrja:
27.ágúst 2022 @ 17:00
Enda:
9.október 2022 @ 17:00
Viðburður Categories:
,
Vefsíða:
https://hafnarborg.is/exhibition/solander-250-bref-fra-islandi/

Skipuleggjandi

Hafnarborg
View Skipuleggjandi Website