Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Útskrift/Dimisson 3. NGK Norður-Atlantshafsbekkurinn

28.júní 2022

Fyrsti árgangur Norður-Atlantshafsbekksins útskrifast sem stúdentar af Náttúrufræðabraut þann 28.júní nk. frá GUX í Sisimiut á Grænlandi. Árgangurinn samanstendur af 20 krökkum, sem útskrifast, frá Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi.

Útskriftin verður í beinu streymi á Facebook-síðu GUX Sisimiut.

Hægt er að fylgjast með hópnum á Instragram – www.instagram.com/ngk2019_2022

Norður-Atlantshafsbekkurinn (Nord-Atlantisk gymnasiumklasse), NGK, er nýjung fyrir ungmenni á Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og í Danmörku, sem hafa áhuga á að mennta sig á Norður-Atlantshafssvæðinu. Nemendur munu mynda bekk sem á þremur árum fær bæði faglegt og menningarlegt framlag frá fjórum löndum. Að auki fá þeir aðgang að einstakri námsbraut sem inniheldur meðal annars líftækni, stærðfræði og norðurskautstækni.

Sem nemandi í Norður-Atlantshafsbekknum (NGK) dvelur þú í Danmörku fyrsta árið og stundar nám í Gribskov Gymnasium í Helsinge. Á öðru ári verður þú á haustönninni í Færeyjum í Miðnám í Kambsdal og á vorönninni í Verzlunarskóla Íslands. Þriðja og síðasta árið verður þú á Grænlandi í GUX, Sisimiut. Bekkjarsystkini þín verða frá Íslandi, Danmörku, Færeyjum og Grænlandi.

Umsóknarfrestur er 28. febrúar ár hvert.

Smellið hér til að nálgast nánari upplýsingar um verkefnið á heimasíðu Verzlunarskóla Íslands.

Details

Date:
28.júní 2022
Event Categories:
, ,
Website:
https://www.nordatlantisk.dk/historier-fra-ngk/

Venue

Beint streymi
View Venue Website