Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Norræna Lýðheilsuráðstefnan

28.júní 2022 - 30.júní 2022

Dagana 28.-30. júní verður Norræna lýðheilsuráðstefnan haldin í þrettánda sinn og í ár fer ráðstefnan fram á Íslandi, í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi.

Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er „Heilsa og vellíðan fyrir alla – horft til framtíðar“.

Ráðstefnan er vettvangur þar sem Norðurlöndin koma saman, deila þekkingu og reynslu auk þess að efla fagleg tengsl og samstarf á sviði lýðheilsumála. Norðurlöndin eiga margt sameiginlegt hvað varðar heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfi og því eru fjölmörg tækifæri til að læra hvert af öðru.

Á ráðstefnunni gefst gott tækifæri til að bera saman aðferðir og kerfi í lýðheilsustarfi milli landa. Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á góð dæmi og aðferðir sem hafa borið árangur innan Norðurlandanna.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á heimasíðu NPHC: http://www.nphc2020.com

Details

Start:
28.júní 2022
End:
30.júní 2022
Event Categories:
,
Website:
https://ecpp2020.com/nphc

Venue

Harpa
Austurbakki 2
Reykjavík, Iceland
+ Google Map
View Venue Website