- This event has passed.
(Ó)Blandaður kór frá Ósló og Söngfjelagið frá Reykjavík
8.október 2022 @ 16:00 - 17:00
Bislet-Bækkens kórinn frá Ósló í Noregi býður gestum og gangandi að hlýða á fjölbreytta kórtónlist í Hörpuhorni.
Söngfélagið kemur einnig fram á tónleikunum.
Tónleikarnir eru um klukkustund að lengd. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Bislet-Bækkens kórinn var stofnaður á tíunda áratugnum að frumkvæði starfsfólks sem starfar við það sem nú er Ósló Metropolitan University (OsloMet). OsloMet er staðsett í miðbæ Óslóar, við Bislet þar sem lítill lækur rann áður í gegnum það sem þá var Frydenlund brugghús. Þaðan kemur orðið Bækken í nafni kórsins. Kórinn var til að byrja með blandaður kór, en með tímanum fækkaði karlsöngvurum í kórnum svo nú má segja að kórinn sé óblandaður.
Efnisskráin á tónleikunum verður fjölbreytt, allt frá klassískum útsetningum til þjóðlaga og ballöðu, á norsku, skandinavísku og ensku. Kórinn syngur einnig samtímatónlist, m.a. eftir stjórnanda kórsins sem er Thea Kjeve Fjeldstad.
Sérstakur gestur Bislet-Bækkens verður Söngfjelagið, sem kemur einnig fram og syngur nokkur lög. Söngfjelagið er blandaður kór undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar og eru flestir kórmeðlimir ýmist söngmenntaðir eða vanir kórsöng. Kórinn var stofnaður árið 2011 og hefur frá upphafi lagt áherslu á fjölbreyttan tónlistarflutning, jafnt innlendan sem erlendan.