Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

NOR feat. Jorge Rossy – Jazzhátíð Reykjavíkur

13.ágúst 2022 @ 20:00 - 21:30

Athugið! Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds.

Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.

Harpa – Norðurljós
13. ágúst, kl. 20:00
Kvöldpassi

„…through the mist, you will notice the lurking volcanoes occasionally erupting…“
(Kjeld Frandsen, Berlingske Tidende)

Þegar danski bassaleikarinn Richard Andersson hitti íslensku hljóðfæraleikarana Óskar Guðjónsson og Matthías Hemstock fyrir rúmum 8 árum, urðu samstundis til afar sterk tengsl. Síðan þá hafa áheyrendur víða um Skandinavíu orðið vitni að ferðalagi tríósins í átt að þeirra eigin rödd sem hljómsveit. Fyrir tónleika tríósins á Jazzhátíð Reykjavíkur 2022 hafa þeir fengið til liðs við sig Jorge Rossy, tónlistarmann á mála hjá ECM, á víbrafón.

Rossy hefur í gegnum árin unnið sem trommuleikari með tónlistarmönnum í hæsta gæðaflokki á borð við Brad Mehldau, Joshua Redman, Kurt Rosenwinkel, Charlie Haden, Wayne Shorter, Lee Konitz og Joe Lovano. Fyrir stuttu gaf Rossy út sína fyrstu plötu sem leiðtogi hljómsveitar þar sem hann lék á marimbu og víbrafón, en platan, “Puerta”, kom út hjá ECM.

“Það er sannur heiður að fá Jorge Rossy til liðs við okkur. Melódískur og fallegur tónn hans mun passa fullkomlega við tónlistina okkar og við hlökkum til leyfa tónlistinni að opnast upp á gátt með hann innanborðs”, segir Richard Andersson sem fer fyrir NOR.

NOR tríóinu mætti lýsa sem blöndu af norrænni menningu og amerískum samtímajazzi. Tríóið leikur tónlist eftir Richard Andersson sem einkennist af tærleika og einfaldleika. Þrátt fyrir það er stíll tríósins bæði margbrotinn og nýskapandi. Markmið þessarra þriggja tónlistarmanna er að flytja tónlist sem er í grunninn melódísk og ljóðræn en býður þó upp á leitandi leiðangur þar sem þeir sem einstaklingar get kannað áður ókannaðar hliðar eigin spilamennsku.

Óskar Guðjónsson : saxófónn
Jorge Rossy : víbrafónn
Richard Andersson : bassi
Matthías Hemstock : trommur

Details

Date:
13.ágúst 2022
Time:
20:00 - 21:30
Event Category:
Website:
https://reykjavikjazz.is/vidburdir/nor-feat-jorge-rossy-dk-is-es/

Organizer

Reykjavík Jazz Festival
Email
reykjavikjazz@reykjavikjazz.is
View Organizer Website

Venue

Harpa
Austurbakki 2
Reykjavík, Iceland
+ Google Map
View Venue Website