Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

BERG (IS/DK)

13.ágúst 2022 @ 17:00 - 18:30

3000kr

Dansk-íslenski kvartettinn BERG leikur tónlist íslenska saxófónleikarans Snæbjörns Snæbjörnssonar. Snæbjörn býr og starfar í Danmörku þar sem hann hefur leitt saman Mathias Ditlev á píanó, Benjamin Kirketerp á bassa auk trommuleikarans Chris Falkenberg úr mismunandi áttum til að skapa þann hljóðheim sem umlykur draumkenndar melódíurnar sem einkenna bandið.

Línuleg sköpun og spuni einkenna þennan kima norræna jazzins og sækir tónlistin innblástur sinn í þjóðlagatónlist og sálma, erlenda sem innlenda. Stefna BERGs er “tónlist tónlistarinnar vegna” og er kvartettinn óhræddur við að feta ótroðnar slóðir og leyfa sér að leiða áheyrendur áfram um ný kynni tónlistar sinnar. BERG gaf út sína fyrstu plötu, A.A.P., í árslok 2020 og hefur platan hlotið mikið lof gagnrýnenda í Danmörku. Platan er “óður heim, hvar sem það kann að vera” og BERG hlakkar til að leita að nýjum heimum á fyrrum heimkynnum tónskáldsins. Umsögn um A.A.P. úr Jazz Special IS/DK kvartettinn nær hvoru tveggja, hinu háværa og áhrifamikla og hinu lágværa og lýríska, fram með auðþekkjanlegum norrænum streng, sem tengir við náttúru, landslag og andrúmsloft [Snæbjörn] Snæbjörnsson og restin af Berg hylla hið norræna með frumleika og hlýju, svo maður hrífst með, líkt og undir áhrifum Tónlistin opnast meira við hverja hlustun og aftur getur maður glaðst yfir að enn skuli vera gefin út tónlist, sem svo augljóslega fylgir hinni listrænu þörf.

Heimasíða: www.berg.band

Upplýsingar

Dagsetn:
13.ágúst 2022
Tími
17:00 - 18:30
Verð:
3000kr
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://www.mak.is/is/vidburdir/berg-isdk

Staðsetning

Menningarfélag Akureyrar
Strandgata 8
Akureyri, 600 Iceland
+ Google Map
View Staðsetning Website