Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Gróðursetning – Norrænn afmælis- og vinabæjarlundur

31.maí 2022 @ 16:00 - 17:00

Verið velkomin í gróðursetningu fyrir norrænan afmælis- og vinabæjarlund 31. maí, kl. 16:00 í Fossvogi (Kópavogsmegin, á móts við Fossvogsskóla í Reykjavík).

Í tilefni af 100 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi standa höfuðborgardeild og afmælisnefnd félagsins fyrir gróðursetningu á trjám í norrænan afmælis- og vinabæjarlund. Kópavogsbær hefur úthlutað um 400 m2 svæði fyrir þennan lund. Lundurinn verður á móts við Fossvogsskóla við enda Álfatúns í Kópavogi.

Þriðjudaginn 31. maí nk. kl. 16:00 stendur deildin fyrir gróðursetningu á eftirfarandi tegundum í lundinn:

• Hafþyrni – fyrir Álandseyjar
• Beyki – fyrir Danmörku
• Hengibjörk – fyrir Finnland
• Rjúpnavíðir fyrir Grænland (salix glauca)
• Gulvíðir (brekkurvíðir) – fyrir Færeyjar
• Birki (embla) – fyrir Ísland
• Rauðgreni – fyrir Noreg
• Skógarfura – fyrir Svíþjóð

Verkfæri verða á staðnum. Margar hendur vinna létt verk!

Til viðbótar framangreindum plöntum verður lundurinn síðar full gróðursettur með birki og ilmreyni. Vígsluathöfn, og táknkræn gróðursetning, er ráðgerð á norrænu vinabæjar- og höfuðborgarmóti kl. 13:00 fimmtudaginn 29. september nk.

Nú köllum við á félaga að koma til aðstoðar við gróðursetninguna.

Áformað er að tengja lundinn fræðslu um Norðurlönd.

Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Felixson í síma 699 2682 eða með netpósti á tryggvifel@gmail.com.

Details

Date:
31.maí 2022
Time:
16:00 - 17:00
Event Categories:
, , ,
Website:
https://fb.me/e/3BtBwlsAe

Organizer

Norræna félagið á höfuðborgarsvæðinu
View Organizer Website

Venue

Fossvogur
Iceland + Google Map