Í skugganum og Nicoline Weywadt – Sýningaropnun

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgata 41, Reykjavík, Iceland

Konur í hópi frumkvöðla á sviði ljósmyndunar eru í forgrunni á tveimur nýjum ljósmyndasýningum Þjóðminjasafns Íslands. Ljósmyndasýningin Í skugganum segir sögu fyrstu kvennanna sem lögðu stund á ljósmyndun í Danmörku, Færeyjum og á Íslandi. Sérsýningin Nicoline Weywadt segir frá fyrst íslenska kvenljósmyndaranum. Opnun sýninganna verður laugardaginn 21. maí næstkomandi klukkan 14:00 í myndasal Þjóðminjasafnsins. Verið… Continue reading Í skugganum og Nicoline Weywadt – Sýningaropnun

NORDAND 15

Veröld - hús Vígdísar Brynjólfsgötu 1, Reykjavík, Iceland

Ráðstefnan NORDAND 15 verður haldin í samvinnu Vigdísarstofnunar, Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum dagana 25-27. maí 2022. Á ráðstefnunni verður bæði fjallað um norræn tungumál sem annað mál og erlent mál sem og fjöltyngi á Norðurlöndum.

Síðasta síldartunnan heim til Siglufjarðar!

Síldarminjasafn Íslands Snorragata 10, Siglufjörður, Iceland

Þriðjudagurinn 31. maí mun marka tímamót í sögu Noregs og Íslands, en þá verður síðasta síldartunnan afhent Síldarminjasafni Íslands. Tunnan sem um ræðir féll frá borði í síðustu siglingu tunnuflutningaskips með nýsmíðaðar tunnur frá Noregi til Íslands. Íslandsvinurinn Petter Jonny Rivedal bjargaði tunnunni þegar hún rak á land nálægt heimkynnum hans við Hrífudal í Noregi… Continue reading Síðasta síldartunnan heim til Siglufjarðar!

Gróðursetning – Norrænn afmælis- og vinabæjarlundur

Fossvogur , Iceland

Verið velkomin í gróðursetningu fyrir norrænan afmælis- og vinabæjarlund 31. maí, kl. 16:00 í Fossvogi (Kópavogsmegin, á móts við Fossvogsskóla í Reykjavík). Í tilefni af 100 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi standa höfuðborgardeild og afmælisnefnd félagsins fyrir gróðursetningu á trjám í norrænan afmælis- og vinabæjarlund. Kópavogsbær hefur úthlutað um 400 m2 svæði fyrir þennan… Continue reading Gróðursetning – Norrænn afmælis- og vinabæjarlundur

NERA 2022 – Uppeldi og kennslumál á Norðurlöndum

Háskóli Íslands - Menntavísindasvið Stakkahlíð, Reykjavík, Iceland

Dagana 1. - 3. júní 2022 verður ráðstefnan NERA 2022 haldin á Menntavísindasviði Háskóla Íslands í samstarfi við Nordic Educational Research Association. Á ráðstefnunni verður fjallað um rannsóknir um uppeldi og kennslumál á Norðurlöndum. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér: https://nera.hi.is/ Rástefnan fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð, 105 Reykjavík.

Leshópur í Norræna húsinu

Norræna húsið Sæmundargata 11, 102 Reykjavík, Iceland

FYRIR OKKUR SEM ELSKUM GÓÐAR SÖGUR Vertu með í leshópi Norræna hússins á fallegasta bókasafni Reykjavíkur. Í leshópnum tölum við um norrænar fagurbókmenntir og umræðum stjórna Erling Kjærbo og Susanne Elgum sem starfa á bókasafninu. Við lesum á skandinavísku og tölum saman á „blandinavísku“ þegar við hittumst á bókasafninu. Einnig verður boðið upp á kaffi… Continue reading Leshópur í Norræna húsinu

Hrafn­tin­na/Sort Glim­mer

Harpa Austurbakki 2, Reykjavík, Iceland

Hrafntinna/Sort Glimmer is a unique performance that invites the audience to take an immersive journey into an imaginary natural landscape. Crossing boundaries and intertwining music, audio, dance, performance, theatre, visual art and light, the artists create a vibrant palette that is a true ode to nature. Contrasting atmospheres, energies and movements performed by singers and… Continue reading Hrafn­tin­na/Sort Glim­mer

Lisa Ekdahl í Hörpu

Harpa Austurbakki 2, Reykjavík, Iceland

Lisa Ekdahl heldur sannkallaða stórtónleika í Eldborg, Hörpu þann 6. júní í sumar. Veturinn 1994 varð Lisa Ekdahl að stórstjörnuna nánast á einni nóttu á Norðurlöndunum með fyrstu plötu sinni, sem hét einfaldlega Lisa Ekdahl, Platan sló í gegn og seldist gríðarlega vel. Platan, fékk fjöldann allan af tónlistarverðlaunum í Svíþjóð eins og til dæmis,… Continue reading Lisa Ekdahl í Hörpu

Stofnfundur – Norræna félagið á Austurlandi

Austurbrú Tjarnarbraut 39e, Egilsstaðir, Iceland

Hefur þú áhuga á að efla norrænt samstarf á Austurlandi? Stofnfundur nýrrar deildar Norræna félagsins á Austurlandi verður haldinn 8. júní kl. 17:00 í sal Austurbrúar að Tjarnarbraut 39e, Vonarlandi á Egilsstöðum. Eflum norrænt samstarf – tökum þátt í starfsemi Norræna félagsins! Hægt er að skrá sig í félagið hér. Dagskrá: Hrannar Björn Arnarsson formaður… Continue reading Stofnfundur – Norræna félagið á Austurlandi

Retina International World Congress

Harpa Austurbakki 2, Reykjavík, Iceland

The RIWC2022 is held at the same time and venue as NOK2022, is taking place. That makes this a very rare opportunity and a special reason to get together from 9 to 11 June in Harpa Music and Conference Hall in Reykjavík. Being a part of a Retina International World Congress is an unique experience… Continue reading Retina International World Congress

PIKKNIKK tónleikar á sunnudögum í sumar!

Norræna húsið Sæmundargata 11, 102 Reykjavík, Iceland

PIKKNIKK tónleikar á sunnudögum í sumar! Eins og síðustu sumur býður Norræna húsið uppá ókeypis tónleika í sumar kl 15:00 á sunnudögum. Tónleikarnir munu eiga sér stað utanhúss ef veður leyfir.

Breytt staða varnarmála á Norðurlöndum

Norræna félagið Óðinsgata 7, Reykjavík, Iceland

Svíþjóð og Finnland hafa sótt um aðild að NATO. Danir hafa samþykkt að taka þátt í varnarsamstarfi Evrópusamstarfsins. Hvaða afleiðingar hefur það fyrir stöðu Norðurlanda á sviði varnarmála? Hvað með stöðu Íslands innan samstarfsins í Evrópu? Norræna félagið á Höfuðborgarsvæðinu boðar til hádegisfundar þar sem þessi mál verða rædd undir stjórn Boga Ágústssonar fréttamanns og… Continue reading Breytt staða varnarmála á Norðurlöndum

Sigla Binda

Salur íslenskrar grafíkur, Hafnarhúsi Tryggvagata 17, Reykjavík, Iceland

Sigla Binda er samvinnuverkefni Arka https://arkir.art og hinna norsku Codex Polaris https://www.codexpolaris.com. Kveikjan að samstarfinu er sameiginleg ástríða á bókverkum og metnaður til að skapa list sem virkjar jafnt huglægar sem sjónrænar upplifanir. Bókverkin byggja á samtali um sameiginlegan menningararf Íslands og Noregs og verða sýnd í báðum löndum. Tilgangur verkefnisins er að skapa nýja… Continue reading Sigla Binda

Midsommar

Í dag er miðsumri fagnað víða í Skandinavíu. Dagurinn er stórhátíð í Svíþjóð og Finnlandi þar sem sumarbirtunni er fagnað með söngi, dansi og gleðskap af ýmsu tagi. Í Danmörku og Noregi er miðsumri fagnað kvöldinu áður, með Sankt Hans og Jonsok brennum.   Stefan Berg/Folio/imagebank.sweden.se

Reykjavík Fringe Festival

2022 marks the 5th annual Reykjavík Fringe Festival and the theme this year is LOVE. RVK Fringe is the home of the Icelandic grassroots art scene as well as a platform for more established performers to experiment and play. Our artists are a mix of local and international performers, speaking, singing and screaming in a… Continue reading Reykjavík Fringe Festival