Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Vinaheimsókn frá Finnlandi

11.maí 2022 @ 20:00 - 21:30

Síðustu tónleikar starfsársins í Klassík í Vatnsmýrinni verða haldnir þann 11. maí næstkomandi kl 20 í Norræna húsinu.

Sono matseljur munu bjóða upp á afslátt af léttum veitingum og drykkjum á undan tónleikunum og í hléi.

Þar munum við fagna vinum frá Finnlandi, þeim Mari Palo sópransöngkonu og Maiju Parko píanóleikara. Tónleikarnir eru tilkomnir í gegn um samstarf við finnska einleikarafélagið en einnig munu þau Rúnar Óskarsson klarínettuleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari koma fram á tónleikum í Helsinki í næsta mánuði.

Á efnisskrá tónleikanna verða vögguvísur, þjóðlög og lög sem tengjast náttúrunni frá Finnlandi og Íslandi, eftir Ralf Gothóní, Jón Leifs, Emil Thoroddsen, Atla Heimi Sveinsson, Erkki Melartin, Ilkka Kuusisto, Olli Kortekangas and Jean Sibelius.
Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Norræna húsið, og styrktir af Tónlistarsjóði og Menningarsjóði FÍH.

Viðburður á Facebook: https://fb.me/e/37KjXkn6z

Upplýsingar

Dagsetn:
11.maí 2022
Tími
20:00 - 21:30
Viðburður Category:

Staðsetning

Norræna húsið
Sæmundargata 11
102 Reykjavík, Iceland
+ Google Map
View Staðsetning Website