- This event has passed.
Nýtt og norrænt – Sinfóníuhljómsveit Íslands
13.október 2022 @ 19:30 - 22:00
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Hljómsveitarstjóri
Anna-Maria Helsing
Efnisskrá
Outi Tarkiainen//The Ring of Fire and Love
Idin Samimi Mofakham//Zurvan
Lisa Streich//Segel
Gunnar Karel Másson//Nýtt verk
Jesper Nordin//Ärr
Á þessum tónleikum hljómar það ferskasta í norrænni tónlist enda um að ræða glæsilega fulltrúa ungra norrænna tónskálda sem valdir hafa verið inn í hátíðardagskrá Norrænna músíkdaga.
Finnska tónskáldið Outi Tarkianien hefur getið sér gott orð fyrri verkið The Ring of Fire and Love sem var frumflutt í Stokkhólmi í fyrra. Þar birtast ljóslifandi jarðhræringar Kyrrahafsins en heiti verksins getur jafnframt vísað til fæðingarreynslu kvenna.
Verk Idins Samimi Mofakham þykja minna rækilega á tónheim heimalands hans, Írans, en hann hefur þróað afar frumlegt tónmál sem birtist í ólíkum verkum, þar á meðal í hinu risavaxna Zurvan. Mofakham býr og starfar í Noregi.
Hin sænska Lisa Streich hefur lýst verkinu Segel sem m jög mikilvægu á sínum ferli. Með því vann hún í fyrsta skipti með litrófshljóma en verkið er einnig afar kóreógrafóskt. Það var frumflutt á Lucerne-hátíðinni í Sviss árið 2017.
Gunnar Karel Másson hefur einkun fengist við kammertónlist á ferli sínum sem tónskáld en nú hljómar hér nýtt verk eftir hann fyrir sinfóníuhljómsveit. Gunnar hefur einnig haslað sér völl sem tónleikahaldari og komið á laggirnar tónlistarhátíðum á borð við Sonic í Kaupmannahöfn.
Jesper Nordin er í hópi leiðandi tónskálda sinnar kynslóðar í Svíþjóð. Verk hans eru flutt víða um heim, þar á meðal Ärr sem var frumflutt í Stokkhólmi árið 2014. Þar sækir hann innblástur í lag sænsku þungarokksveitarinnar Meshuggah, einkum hvað ryþma varðar.