Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Kvenkyns Frumkvöðlar & Sögulegar Byggingar

5.maí 2022 @ 10:00 - 12:00

Verið velkomin í HönnunarMars í Norræna húsinu!

Á HönnunarMars í ár bjóðum við, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, til málstofu í tveimur hlutum sem ber titilinn Kvenkyns brautryðjendur og Sögulegar byggingar.

Hópur sérfræðinga mun kynna okkur fyrir sögu og verkum norrænna kvenkyns arkitekta, sem teljast brautryðjendur á sínu sviði. Einnig munum við skoða endurbætur á sögulegum húsum en báðir hlutar málstofurnar tengjast sögu Norræna hússins og verður boðið uppá panelumræður eftir fyrri málstofu.

Stjórnandi umræðna er Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og Deildarforseti við Hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ..

Kvenkyns frumkvöðlar, fyrri hluti málstofunnar, er tileinkaður nokkrum af þeim merkilegu konum sem hafa sett kraftmikið spor í byggingarsöguna.
Arkitektinn Sirkkaliisa Jetsonen fer yfir sögu finnskra kvennarkitekta með áherslu á konurnar sem hönnuðu og sáu um byggingu Norræna hússins í Reykjavík – Elissa Aalto, Ilona Lehtinen og Pirkko Söderman.

Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt mun segja frá Högnu Sigurðardóttur, arkitekt.

Í lok þessa fyrsta hluta málstofunnar munu Sirkaliisa, Guja Dögg og Óskar Arnórsson, arkitekt og doktorsnemi sitja pallborðsumræður og eftir þær verður hádegishlé. Boðið verður uppá léttan hádegisverð frá Sónó matseljum.

Í öðrum hluta málstofunnar Sögulegar byggingar heyrum við frá arkitektatvíeykinu Kurt og Pí (Ásmundi Hrafn Sturlusyni og Steinþóri Kára Kárasyni) og vinnu þeirra við söguleg hús á Íslandi eins og Marshallhúsinu, Listasafni Akureyrar og Ásmundasal, auk þess heyrum við þeirra inntak vegna komandi endurbóta Norræna hússins í Reykjavík.

Að lokum bjóðum við Mikko Laaksonen velkominn, höfund bókarinnar Architect Erik Bryggman: Works. Hann mun fjalla um arkitektinn Erik Bryggman og norrænt samstarf arkitekta í tengslum við sýningu á verkum Bryggman‘s sem stendur hjá Norræna húsinu nú yfir Hönnunarmars.

Í lok málstofunnar munum við skála fyrir Elissu Aalto en í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu hennar (1922 – 1994).

Málþingið verður haldið á ensku. Aðgangur ókeypis.

Venue

Norræna húsið
Sæmundargata 11
102 Reykjavík, Iceland
+ Google Map
View Venue Website