Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?

20.apríl 2022 @ 09:00 - 16:00

Taktu daginn frá!

Árleg ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Norræna hússins og utanríkisráðuneytisins í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála verður haldin í Norræna húsinu miðvikudaginn 20. apríl.

Í ár eins og síðastliðin ár bjóðum við til samtals þar sem við kryfjum alþjóðamálin og allar þær áskoranir sem við okkur blasa í alþjóðasamfélaginu í dag.

Dagskrá:

Ráðstefnustjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

9:00 – 9:10 Setning ráðstefnu
Sabina Westerholm, forstjóri Norræna hússins
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

9:10 – 9:20 Opnunarávarp

9:20 – 10:30 Stríð í Evrópu: Áhrif á öryggisumhverfi Norðurlandanna

Erindi: Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur hjá dönsku alþjóðamálastofnuninni (DIIS) með áherslu á Rússland, Úkraínu og Hvíta-Rússland

Pallborð: Auðunn Atlason, alþjóðafulltrúi hjá forsætisráðuneytinu, Brynja Huld Óskarsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur, Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði við HÍ og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar

Málstofustjóri: Bogi Ágústsson, fréttamaður

10:30 – 10:45 Kaffi

10:45 – 11:45 Brestir í alþjóðakerfinu: Er hið frjálslynda heimskipulag í uppnámi?

Erindi: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrv. forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE

Pallborð: Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá UNICEF á Íslandi, Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild HÍ, Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur

Málstofustjóri: Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans

11:45 – 12:15 Léttur hádegisverður

12:15 – 13:15 Nýjar öryggisáskoranir: Netöryggi, upplýsingaóreiða og lýðskrum

Erindi: Rolf Fredheim, sérfræðingur hjá öndvegissetri NATO Strategic Communication Centre of Excellence í Riga (á Zoom)

Pallborð: Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og stjórnarformaður Alþjóðamálastofnunar, Jóna Sólveig Elínardóttir, sérfræðingur á öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins

Málstofustjóri: Auður Örlygsdóttir, sérfræðingur hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands

13:15 – 13:30 Kaffi

13:30 – 14:30 Öryggismál á norðurslóðum

Erindi: Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í varnar- og öryggismálum

Pallborð: Friðrik Jónsson, sérfræðingur í varnar- og öryggismálum og formaður BHM, Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands og Sóley Kaldal, sérfræðingur í áhættugreiningu hjá Landhelgisgæslunni

Málstofustjóri: Davíð Stefánsson, stjórnmálafræðingur

14:30 – 14:40 Kaffihlé

14:40 – 15:50 Litið fram á veginn: Hvert á Ísland að stefna?

Fulltrúar stjórnmálaflokka ræða framtíð utanríkisstefnu Íslands og þær áskoranir sem blasa við í öryggis- og varnarmálum.

Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar, Guðlaugur Þór Þórðarson,umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknar, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata

Málstofustjóri: Kristján Kristjánsson, fjölmiðlamaður

15:50 – 16:00 Lokaorð

Móttaka og uppistand með Sögu Garðarsdóttur

Komdu og vertu með – við lofum fjörugum og fræðandi umræðum! Öll velkomin

Viðburður á Facebook: https://fb.me/e/1KDQEtLNu

Upplýsingar

Dagsetn:
20.apríl 2022
Tími
09:00 - 16:00
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://fb.me/e/1KDQEtLNu

Staðsetning

Norræna húsið
Sæmundargata 11
102 Reykjavík, Iceland
+ Google Map
View Staðsetning Website