- This event has passed.
Alfred Nobel dagurinn
10.desember 2023
Nóbelsverðlaunin eru veitt í dag á dánardegi Alfred Nobel (1833 – 1896). Nobel var sænskur iðnjöfur, efnaverkfræðingur og uppfinningamaður, sem fann meðal annars upp dínamítið, þrátt fyrir að vera mikill friðarsinni. Stofnun Nóbelssjóðsins má meðal annars rekja til þess þegar Ludvig Nobel, bróðir Alfreds, lést árið 1888, en þá birtu blöðin fyrir mistök dánartilkynningu um Alfred. Þau voru ekki blíð í orðum og hans var aðallega minnst fyrir framlag sitt til hernaðar. Alfred blöskraði þetta og með erfðaskrá sinni stofnaði hann Nóbelssjóðinn í von um að arfleifð hans yrði önnur. Árið 1900 var Nóbelsstofnunin sett á fót, sem heldur utan um Nóbelsverðlaunin, ýmsar rannsóknarstofur og bókasafn.