Sögustund á sænsku

Norræna húsið Sæmundargata 11, 102 Reykjavík, Iceland

Sænsk sögustund í Barnahelli – barnabókasafni Norræna hússins. Við lesum saman og leikum okkur á sænsku. Hópurinn passar best fyrir börn á aldrinum 2-10 ára en öll börn sem skilja sænsk eru velkomin. Þetta er ókeypis viðburður fyrir börn sem vilja hitta önnur sænskumælandi börn. Foreldrum er velkomið að taka þátt með börnunum eða kíkja… Continue reading Sögustund á sænsku

Life and death in the Nordic Region

Norræna húsið Sæmundargata 11, 102 Reykjavík, Iceland

Hvaða áhrif hefur kórónuveirufaraldurinn haft á heilbrigði, lífslíkur og dánartíðni á Norðurlöndunum? Taktu þátt í hádegisviðburði í Norræna húsinu á Degi Norðurlandanna, eða í gegnum streymi, þar sem þessi mál verða rædd. Veitingar verða í boði eftir viðburðinn frá kl. 12.45 – 13.30. Á Degi Norðurlandanna, 23. mars, verður skýrslan „State of the Nordic Region“… Continue reading Life and death in the Nordic Region

Dagur Norðurlandanna

Norræna húsið Sæmundargata 11, 102 Reykjavík, Iceland

(Dansk nedenfor)   Í tilefni af Degi Norðurlandanna og 100 ára afmælis Norræna félagsins á árinu bjóða Norræna félagið og Norræna húsið til norræns gestaboðs í Norræna húsinu 23. mars n.k. kl. 16.30. Léttar veitingar verða í boði. Fundarstjóri er Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir Þema dagsins: FRIÐUR, FRELSI, LÝÐRÆÐI Dagskrá: 1. Ávarp - Hrannar B. Arnarsson,… Continue reading Dagur Norðurlandanna

Johannes Piirto í Hörpu

Harpa Austurbakki 2, Reykjavík, Iceland

Hinn 27 ára gamli Johannes Piirto hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir “ómótstæðilega færni,” frjálsan og glimrandi” leik, dýpt í túlkun og “heillandi mannlega innsýn.” Piirto lék fyrst einleik með hljómsveit aðeins 10 ára gamall, þegar hann frumflutti tónverk eftir sjálfan sig, Allegro fyrir píanó og hljómsveit, með Pori Sinfóníettunni. Dagskrá: Sibelius: Kyllikki op. 41,… Continue reading Johannes Piirto í Hörpu

HÉRNA – ljósmyndasýning

Korpúlfsstaðir Korpúlfsstaðir, Reykjavík, Iceland

Föstudaginn 25. mars næstkomandi kl. 17 opnar ljósmyndasýning FÍSL, Félag íslenskra samtímaljósmyndara, á Hlöðuloftinu að Korpúlfsstöðum. Sýningin er samsýning íslenskra og finnskra ljósmyndara og er lokahnykkur Ljósmyndahátíðar Íslands 2022. Sýningin stendur næstu tvær helgar, laugardag og sunnudag, milli kl. 13 og 17 og henni lýkur sunnudaginn 3. apríl. Sýningin ber heitið “Hérna” og þar koma… Continue reading HÉRNA – ljósmyndasýning

Að draga andann – Ljóðræn frásögn í íslenskri og norrænni samtímaljósmyndun

Listasafn Íslands Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík, Iceland

Listasafn Íslands efnir til málþings í tilefni af sýningunni Sviðsett augnablik. Málþingið verður haldið í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg 7, laugardaginn 26. mars. Meðal fyrirlesara er Sigrún Alba Sigurðardóttir með áhugavert erindi sem að ber titilinn: Að draga andann. Ljóðræn frásögn í íslenskri og norrænni samtímaljósmyndun Aðgangseyrir að safninu gildir, ókeypis fyrir meðlimi Selmuklúbbsins.   Öll… Continue reading Að draga andann – Ljóðræn frásögn í íslenskri og norrænni samtímaljósmyndun

Norrænt Konsertkaffi

Bókasafn Reykjanesbæjar Tjarnargata 12, Keflavik, Iceland

Norræna félagið í Reykjanesbæ býður gestum í Konsertkaffi í tilefni af Degi Norðurlanda laugardaginn 26. mars kl. 15.00 í Bókasafninu. Dagskrá: Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins á Íslandi verður með framsögu. Jón Kalmann Stefánsson, rithöfundur, les upp úr nýjustu ljóðabók sinni Djöflarnir taka á sig náðir og vakna sem guðir. Ragnheiður Gröndal, söngkona, flytur… Continue reading Norrænt Konsertkaffi

Bliss á Skuggabaldri

Skuggabaldur Pósthússtræti 9, Reykjavík, Iceland

Laugardagskvöldið 26. mars kemur píanóleikarinn Benjamín Gísli Einarsson með bandið Bliss frá Noregi. Bandið var stofnað haustið 2019 og hefur síðan spilað víða um Noreg, Danmörku og nú fyrst á Íslandi. Bliss Quintet: Oscar Andreas Haug, trompet Zakarias Meyer Øverli, saxophone Benjamín Gísli Einarsson, piano Gard Kronborg, bass Rino Sivathas, drums Tónleikarnir eru hluti af… Continue reading Bliss á Skuggabaldri

Sögustund á norsku

Norsk sögustund í Barnahelli – barnabókasafni Norræna hússins. Við lesum, syngjum saman og leikum okkur á norsku. Hópurinn passar best fyrir börn á aldrinum 2-10 ára en öll börn sem skilja norsku eru velkomin. Þetta er ókeypis viðburður fyrir börn sem vilja hitta önnur norskumælandi börn. Foreldrum er velkomið að taka þátt með börnunum eða… Continue reading Sögustund á norsku

Norræna plastkapphlaupið 2022

Í apríl efnum við til stærstu vorhreingerningar á Norðurlöndunum! Norden i skolen skorar á alla bekki á Norðurlöndunum að beita sér gegn sorpi í sínu nærumhverfi í apríl. Hvernig tökum við þátt? Finnið og veljið stað í ykkar nærumhverfi þar sem sorp liggur á víð og dreif. Þið hafið 15 mínútur til að safna eins… Continue reading Norræna plastkapphlaupið 2022

Aðalfundur Norræna félagsins á höfuðborgarsvæðinu

Norræna félgið Óðinsgata 7, Reykjavík, Iceland

Aðalfundur félagsdeilda skal haldinn fyrir lok júní ár hvert. Aðalfundur starfar samkvæmt eftirfarandi dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og ritara. 2. Skýrsla stjórnar um störf og fjárhag félagsdeildarinnar. 3. Kosning formanns til tveggja ára þegar við á. 4. Kosning stjórnar, varastjórnar og endurskoðenda fyrir næsta starfsár, sbr. 9. gr. 5. Kosning fulltrúa og varamanna á sambandsþing… Continue reading Aðalfundur Norræna félagsins á höfuðborgarsvæðinu

Sambandsþing Norræna félagsins

Föstudagur 1. apríl Norræna félagið, Óðinsgötu 7 16:00 - 17:00    Skráning og afhending gagna 17:00 - 17:10    Þingsetning með ávarpi formanns 17:10 - 17:20    Kosning forseta, varaforseta og 2 ritara þingsins 17:20 - 17:40    Hátíðarávarp gests í tilefni 100 ára afmælis félagsins 17:40 - 18:10    Kokteill og samræður 19:00   … Continue reading Sambandsþing Norræna félagsins

Heimsókn frá BISER – ENGAGE!

Norræna félagið Óðinsgata 7, Reykjavík, Iceland

Norræna félagið, Óðinsgötu. Tveggja daga heimsókn frá Biser - Baltic Institute for Regional Affairs. About our association - BISER (biser-en.org.pl) BISER has been established in 2001 as an organisation clustering the representatives of science, public sector and business parts willing to co-operate in the field of European integration, sustainable development and strengthening cooperation links within… Continue reading Heimsókn frá BISER – ENGAGE!

Páskatónleikar Sinfóníunnar – Geir Draugsvoll

Harpa Austurbakki 2, Reykjavík, Iceland

Ýmis tónskáld hafa í aldanna rás samið tónverk innblásin af sjö orðum Krists á krossinum, meðal annars Sofia Gubaidulina. Hún samdi konsertinn Sieben Worte eða Sjö orð, fyrir bajan, selló og strengjasveit, árið 1982, en við frumflutninginn í Moskvu lét hún ekkert uppi um trúarlega skírskotun verksins enda höfðu yfirvöld í Sovétríkjunum óbeit á kristinni… Continue reading Páskatónleikar Sinfóníunnar – Geir Draugsvoll

Nordjysk Pigekór – stúlknakór frá Danmörk

Harpa Austurbakki 2, Reykjavík, Iceland

Nordjysk Pigekor stúlknakórinn er á tónleikaferð um Ísland og heldur tónleika í Hörpuhorni 11. apríl kl. 14:00 Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Látið fegurðina ekki framhjá ykkur fara! https://nordjyskpigekor.dk/ Salur: Hörpuhorn