- This event has passed.
Samtal: Júlía Margrét Einarsdóttir, Vigdis Hjorth og Alejandro Palomas
20.apríl 2023 @ 19:00 - 20:30
**English below
Hvað er svona spennandi við leyndarmál og hver hefur réttinn til þess að segja frá? Hér ræða þrír höfundar um það sem er erfitt að segja upphátt. Öll hafa þau skrifað um leyndarmál, hvort sem er í skáldskap eða sjálfsævisögulegum skrifum.
Júlía Margrét Einarsdóttir er höfundur bókarinnar Guð leitar að Salóme, sem fjallar um líf litað af leyndarmálum.
Alejandro Palomas er þekktur fyrir persónusköpun í skáldskap sínum, þar sem undið er ofan af leyndarmálum persóna á listilegan hátt. Nýjasta bók Palomas Esto no se Dice er sjálfsævisöguleg frásögn um kynferðisofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar sem vakið hefur gífurlegt umtal í heimalandi hans.
Vigdis Hjorth er í ár tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og er einnig á langlista Booker verðlaunanna. Áður var hún tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Arv og miljö (Arfur og umhverfi), sjálfsævisögulega frásögn af ofbeldi innan fjölskyldu hennar í æsku.
María Elísabet Bragadóttir rithöfundur stýrir umræðum.
Viðburðinum verður einnig streymt.
// PANEL: JÚLÍA MARGRÉT EINARSDÓTTIR, VIGDIS HJORTH AND ALEJANDRO PALOMAS
What’s so exciting about secrets? Who has the right to tell them? Three authors will discuss what is difficult to say out loud. All of them have written about secrets–whether in fiction or autobiography.
Júlía Margrét Einarsdóttir is the author of the book God’s Search for Salome, which deals with a life colored by secrets.
Alejandro Palomas is known for his characterization in his fiction, where characters’ backstories and secrets are artfully revealed. Palomas’ latest book It is not said ( Esto no se Dice) is an autobiographical account of sexual abuse within the Catholic Church, which has attracted enormous attention in his home country.
This year, Vigdis Hjorth is nominated for the Nordic Council’s literary prize and longlisted for the Booker Prize. She was previously nominated for the Nordic Council’s literary award for Will and Testament, an autobiographical account of violence in her childhood home.
Writer María Elísabet Bragadóttir will moderate the discussion.
The event will also be streamed.