Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Sögustund á sunnudögum – danska

1.maí 2022 @ 13:00 - 14:00

Nannaelvah Prem Bendtsen les á dönsku söguna Rasmus Klump á tunglinu eftir Carla Hansen sem fjallar um Rasmus Klump, Pingo og Pelle sem lenda á tunglinu í geimskipi sem þeir smíðuðu sjálfir. Á tunglinu hitta þeir geimverur og lenda í ýmsum hrakningum og ævintýrum. Hún les einnig bókina Bestivinurminn Ósýnilegi Björn eftir Annette Herzog og Christine Kugler sem fjallar um dreng sem flytur í nýtt hús. Ósýnilegi Björn hjálpar drengnum að aðlagast nýju umhverfi en allt breytist þegar litla systir hans Laura kemur í heiminn.

Eftir lestur verður boðið upp á föndur með vorþema á fyrir alla fjölskylduna.

Um sögumanninn:

Nannaelvah er með MA í sagnfræði og fyrirtækja hugvísindi frá Købehavns Universitet en auk þess bætti hún við sig núvitundarnámi með áherslu á fjölskyldur og starfaði sem leiðbeinandi í Kaupmannahöfn áður en hún flutti til Íslands. Hún hefur meðal annars unnið sem núvitundar kennari með áherslu á fjölskyldur og er sjálf þriggja barna móðir, með börn á aldrinum 7, 4, og eins árs.

Details

Date:
1.maí 2022
Time:
13:00 - 14:00
Event Categories:
,
Website:
https://nordichouse.is/vidburdur/sogustund-a-sunnudogum-danska-2

Venue

Norræna húsið
Sæmundargata 11
102 Reykjavík, Iceland
+ Google Map
View Venue Website