Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Sögustund á sunnudegi – norska & íslenska

15.maí 2022 @ 13:00 - 13:30

Sögumaður er Rán Flygenring

Öll fjölskyldan er velkomin á norsk – íslenska sögustund sem fer fram í barnabókasafni Norræna hússins. Teiknarinn og myndhöfundurinn Rán Flygenring les sögu úr bókinni Fuglar sem hún vann í samstarfi við Hjörleif Hjartason.  Á norsku les hún úr bókinni  Skogens Konge – alt du trenger å vite om elgen eftir Line Halsnes.

Eftir lestur býður Rán gestum að taka þátt í skemmtilegum sérgerðum teikniþrautum sem tengjast elgum og fuglum.

 

Rán Flygenring er af norskum og íslenskum uppruna, fæddist í Osló og ólst upp í Reykjavík. Rán starfar sem sjálfstætt starfandi teiknari og myndhöfundur, stundum í vesturbæ Reykjavíkur og stundum á flakki um heiminn. Rán hefur gefið út hátt í annan tug bóka á Íslandi og í Þýskalandi, bæði ein og í samstarfi við aðra höfunda og bækur hennar og samstarfsfólks verið þýddar á fjölda tungumála. Hún hefur einnig látið til sín taka á sviði snarteikninga á ráðstefnum og fundarhöldum sem og notkun myndrænnar greiningar í stefnumótun og jafnréttismálum. Þá hefur hún málað bæði fjallgöng og veggmyndir, teiknað frímerki og bjórdósir, stofnað lundahótel, teiknað borgarlausnir og leikstýrt myndböndum. Rán hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.

Details

Date:
15.maí 2022
Time:
13:00 - 13:30
Event Categories:
,

Organizer

Norræna húsið
View Organizer Website

Venue

Norræna húsið
Sæmundargata 11
102 Reykjavík, Iceland
+ Google Map
View Venue Website