Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Leshópur í Norræna húsinu

20.apríl 2022 @ 19:00 - 20:30

FYRIR OKKUR SEM ELSKUM GÓÐAR SÖGUR

Vertu með í leshópi Norræna hússins á fallegasta bókasafni Reykjavíkur. Í leshópnum tölum við um norrænar fagurbókmenntir og umræðum stjórna Erling Kjærbo og Susanne Elgum sem starfa á bókasafninu.

Við lesum á skandinavísku og tölum saman á „blandinavísku“ þegar við hittumst á bókasafninu. Einnig verður boðið upp á kaffi og te.

Bækurnar eru aðgengilegar á bókasafni Norræna hússins, en hægt er að panta og sækja báðar bækurnar með bókasafnskorti. Áttu ekki bókasafnskort? Ekkert mál, meðlimir leshópsins fá frítt bókasafnskort!

Þátttaka í leshópnum er án endurgjalds, en þar sem að takmörkuð pláss eru í boði eru áhugasamir beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á susanne@nordichouse.is þar sem tekið er fram hvaða dag eða daga viðkomandi vill taka þátt:

Miðvikudaginn 20.apríl kl. 19:00-20:30: Blomsterdalen eftir Niviaq Korneliussen.
Miðvikudaginn 18.maí kl. 19:00-20:30: Meter í sekunden eftir Stine Pilgaard.

Áhugasamir geta lesið umsagnir okkar um bækurnar hér:
https://nordichouse.is/da/category/fra-biblioteket/biblioteket-anbefaler

 

Aðgangur ókeypis

Upplýsingar

Dagsetn:
20.apríl 2022
Tími
19:00 - 20:30
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://nordichouse.is/vidburdur/laeseklub-i-nordens-hus/

Skipuleggjandi

Norræna húsið
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Norræna húsið
Sæmundargata 11
102 Reykjavík, Iceland
+ Google Map
View Staðsetning Website