Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Life and death in the Nordic Region

23.mars 2022 @ 12:00 - 13:30

Hvaða áhrif hefur kórónuveirufaraldurinn haft á heilbrigði, lífslíkur og dánartíðni á Norðurlöndunum?

Taktu þátt í hádegisviðburði í Norræna húsinu á Degi Norðurlandanna, eða í gegnum streymi, þar sem þessi mál verða rædd. Veitingar verða í boði eftir viðburðinn frá kl. 12.45 – 13.30.

Á Degi Norðurlandanna, 23. mars, verður skýrslan „State of the Nordic Region“ gerð opinber, en inntak hennar varpar ljósi á áhrif kórónuveirufaraldursins á lýðfræði, efnahag og vinnumarkað Norðurlandanna.

Dagskrá með fimm viðburðum í fimm norrænum höfuðborgum hefur verið skipulögð þennan dag. Íslenski viðburðurinn verður haldinn í Norræna húsinu og mun fjalla um áhrif faraldursins á heilsufar, lífslíkur og dánartíðni á Norðurlöndunum.

Öll dagskráin mun fara fram á ensku.

Dr. Nora Sánchez Gassen frá Nordregio mun kynna helstu niðurstöður skýrslunnar.

Eftir kynninguna verða pallborðsumræður þar sem þátttakendur ræða niðurstöðurnar og hvað þær geta sagt okkur um norræn heilbrigðiskerfi og norrænt heilbrigðissamstarf á kórónuveirutímum. Þó er ekki síður mikilvægt að setja tölurnar í víðara samhengi og ræða áhrif faraldursins á bæða andlega og líkamlega heilsu.

Pallborð:
– Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar
– Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs HÍ
– Eva Lindh, formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs
– Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti Landlæknis

Aðal ræðumenn:
– Dr. Nora Sanchez Gassen, Nordregio
– Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Samstarfsráðherra Norðurlanda
– Niviaq Korneliussen, verðlaunahafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2021

Eliza Reid, rithöfundur og forsetafrú Íslands, mun stýra umræðunum.

Hægt verður að fylgjast með öllum fimm viðburðunum í gegnum streymi hér.

Einnig er dagskrá seinnipartinn í boði Norræna félagsins, hér má sjá dagskránna.

Details

Date:
23.mars 2022
Time:
12:00 - 13:30

Organizer

Norræna húsið
View Organizer Website

Venue

Norræna húsið
Sæmundargata 11
102 Reykjavík, Iceland
+ Google Map
View Venue Website