- This event has passed.
Johannes Piirto í Hörpu
23.mars 2022 @ 19:30 - 23:00
Hinn 27 ára gamli Johannes Piirto hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir “ómótstæðilega færni,” frjálsan og glimrandi” leik, dýpt í túlkun og “heillandi mannlega innsýn.” Piirto lék fyrst einleik með hljómsveit aðeins 10 ára gamall, þegar hann frumflutti tónverk eftir sjálfan sig, Allegro fyrir píanó og hljómsveit, með Pori Sinfóníettunni.
Dagskrá:
Sibelius: Kyllikki op. 41, Tre lyriska stycken för piano / Three Lyrical pieces for Piano (12 min, composed 1904)
Grieg: 4 Klaverstykker / Four pieces for Piano, op. 1 (12 min, 1861)
Johannes Piirto: New Piece (Premiere) (7 min, 2022)
Anna Thorvaldsdottir: Scape (8 min, 2011)
***
Schumann: Kreisleriana, op. 16. (30 min, 1838)
Árið 2011 Johannes boðið að leika eigin tónsmíð, Virta (Straumur), á opnunarhátíð Musiikkitalo í Helsinki. Hljómsveitarstjórinn Jukka-Pekka Saraste hefur pantað þónokkurn fjölda tónverka hjá Piirto og stjórnað flutningi þeirra með Finnsku Kammerhljómsveitinni. Piirto er listrænn stjórnandi kammertónlistarhátíðarinnar við House of Nobility í Helsinki. Hann hefur komið fram í fjölda merkra tónlistarhúsa og á tónlistarhátíðum í Finnlandi og utan, þar á meðal Bergen Festival, Helsinki Festival, Turku Music Festival, Wiener Konzerthaus, Wien Modern, Sibelius Festival Lahti og Gergiev Festival í Mikkeli.
Johannes hefur leikið kammertónlist með Lilli Paasikivi, Mika Kares, Natalia Gutman og Julian Rachlin, ásamt fleirum. Hann hefur leikið einleik með velflestum hljómsveitum í Finnlandi, þar á meðal með Finnsku Útvarpshljómsveitinni, Fílharmóníuhljómsveitinni í Tampere, Fílharmóníuhljómsveitinni í Helsinki og Finnsku Kammersveitinni. Hann hefur unnið með mörgum þekktum hljómsveitarstjórum, t.d. Santtu-Matias Rouvali, Fabian Gabel, Sakari Oramo, Jukka-Pekka Saraste, Dima Slobodeniouk, Okko Kamu og Olari Elts. Johannes Piirto hefur notið velgengni í tónlistarkeppnum í heimalandinu og alþjóðlega, þar á meðal International Maj Lind Piano Competition í Helsinki árið 2012. Hann sigraði líka í Uuno Klami Composition Contest for Youth árið 2007 með hljómsveitarverki sínu, Lumière. Johannes lærði á píanó við Sibelíusarakademíuna hjá Liisa Pohjola, tónsmíðar hjá Tapio Tuomelaand og hljómsveitarstjórn hjá Jorma Panula. Hann lauk námi við Universität für Musik und darstellende Kunst í Vín hjá professor Stefan Vladar. Tónleikaárið 2021-2022 kemur Johannes fram sem einleikari með Camerata Salzburg, Finnsku Útvarpshljómsveitinni og Volksoper hljómsveitinni í Vín, meðal annarra. Auk þess leikur Johannes í Musikverein í Vín, ásamt þeim Julian Rachlin og Mischa Maisky.
Tónlistarröðin Heimssviðið er styrkt af Classical Futures Europe, í gegnum ECHO, sem eru samtök evrópskra tónlistarhúsa sjá nánar hér: Classical Futures Europe
Salur: Norðurljós
Verð: 3900 kr.