Latest Past Viðburðir

Lúsíumessa

Lúsíumessa er ljósahátíð sem markar upphaf jólahalds í Svíþjóð. Á þessum degi gera Svíar sér glaðan dag með söng og hátíðleika í skammdeginu. Einnig er hefð fyrir bakstri á lussekatter, sem eru saffron bollur skreyttar með rúsínum. Hægt er að nálgast uppskriftina hér.

Alfred Nobel dagurinn

Nóbelsverðlaunin eru veitt í dag á dánardegi Alfred Nobel (1833 – 1896). Nobel var sænskur iðnjöfur, efnaverkfræðingur og uppfinningamaður, sem fann meðal annars upp dínamítið, þrátt fyrir að vera mikill friðarsinni. Stofnun Nóbelssjóðsins má meðal annars rekja til þess þegar Ludvig Nobel, bróðir Alfreds, lést árið 1888, en þá birtu blöðin fyrir mistök dánartilkynningu um… Continue reading Alfred Nobel dagurinn

Dagur finnskrar tónlistar

Dagur finnskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í Finnlandi á afmælisdegi tónskáldsins Jean Sibelius (1865 - 1957). Í Sibelius-garðinum í Helsinki er stærðarinnar minnisvarði um Sibelius eftir listakonuna Eila Hiltunen, sem vert er að skoða. Jean Sibelius